Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL 37 ing saman lögð, er mér hefur síðar auðnast að afla mér.“ Hann lærði þarna að gera skyldu sína. Mér hefur oft komið þessi frásögn í hug, þegar ég hef verið að gera upp reikningana eftir eitthvert liðið skólaár, og hefur þá ætíð vaknað í hug mínum þessi spurning: Nota skólarnir eins og skyldi þetta dýrmæta tækifæri til að hafa varanleg uppeldisáhrif á nemendur sína? Skyldi það ekki vera svo, að fræðslan skyggi þarna stundum á uppeldistakmarkið? Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Það fer bezt á því, að þar svari hver fyrir sig, en ég ætla að fullyrða, að það tækifæri, sem frú Ruffner hafði til að leggja einn hornsteininn að hamingju lítils drengs, hefur hver skóli það og hver kennari, ef hann vill nota það, í hvaða stétt og stöðu, sem nemendur hans kunna að lenda. Hver skóli er eins og lítið þjóðfélag út af fyrir sig. í ríki þessu gilda lög og reglur, sem fyrir alla stofnunina í heild, en önnur fyrir einstakar deildir hennar og bekki. Sum þessi lög eru skráð, en þó flest óskráð, sem hafa verulega þýðingu fyrir skólann og skólalífið, önnur hafa ef til vill minna gildi, en eitt er sameiginlegt með þeim öllum: Þeim ber að hlýða. Hinum smærri jafnvel og hinum stærri. Undanlátssemi við lög og reglur er skólanum ekki siður hættuleg en þjóðfélaginu. „Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða,“ er spakmæli, sem gjarna mætti vera umtalsefni í einni eða tveimur kennslustundum. Þegar barn kemur fyrst í skóla, tekur það í raun og veru á sig hinar fyrstu skyldur við samfélagið. Sá baggi, sem þar er lagður á hinar litlu herðar, má ekki vera of þung- ur, skyldurnar mega hvorki vera of margar eða ósann- gjarnar, en það er meira virði en margur heldur, að börn- in læri þegar í fyrstu að gera skyldu sína í skólanum, læri að hlýða lögum hans og reglum. Það hefur út af fyrir sig enga verulega þýðingu fyrir framtíð barnsins, hvort það lærir t. d. landafræðina sína vel eða illa. Það hefur tæp- lega nokkur sýnileg áhrif á nám barnsins, þótt það komi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.