Menntamál - 01.08.1942, Síða 47

Menntamál - 01.08.1942, Síða 47
MENNTAMÁL 37 ing saman lögð, er mér hefur síðar auðnast að afla mér.“ Hann lærði þarna að gera skyldu sína. Mér hefur oft komið þessi frásögn í hug, þegar ég hef verið að gera upp reikningana eftir eitthvert liðið skólaár, og hefur þá ætíð vaknað í hug mínum þessi spurning: Nota skólarnir eins og skyldi þetta dýrmæta tækifæri til að hafa varanleg uppeldisáhrif á nemendur sína? Skyldi það ekki vera svo, að fræðslan skyggi þarna stundum á uppeldistakmarkið? Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Það fer bezt á því, að þar svari hver fyrir sig, en ég ætla að fullyrða, að það tækifæri, sem frú Ruffner hafði til að leggja einn hornsteininn að hamingju lítils drengs, hefur hver skóli það og hver kennari, ef hann vill nota það, í hvaða stétt og stöðu, sem nemendur hans kunna að lenda. Hver skóli er eins og lítið þjóðfélag út af fyrir sig. í ríki þessu gilda lög og reglur, sem fyrir alla stofnunina í heild, en önnur fyrir einstakar deildir hennar og bekki. Sum þessi lög eru skráð, en þó flest óskráð, sem hafa verulega þýðingu fyrir skólann og skólalífið, önnur hafa ef til vill minna gildi, en eitt er sameiginlegt með þeim öllum: Þeim ber að hlýða. Hinum smærri jafnvel og hinum stærri. Undanlátssemi við lög og reglur er skólanum ekki siður hættuleg en þjóðfélaginu. „Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða,“ er spakmæli, sem gjarna mætti vera umtalsefni í einni eða tveimur kennslustundum. Þegar barn kemur fyrst í skóla, tekur það í raun og veru á sig hinar fyrstu skyldur við samfélagið. Sá baggi, sem þar er lagður á hinar litlu herðar, má ekki vera of þung- ur, skyldurnar mega hvorki vera of margar eða ósann- gjarnar, en það er meira virði en margur heldur, að börn- in læri þegar í fyrstu að gera skyldu sína í skólanum, læri að hlýða lögum hans og reglum. Það hefur út af fyrir sig enga verulega þýðingu fyrir framtíð barnsins, hvort það lærir t. d. landafræðina sína vel eða illa. Það hefur tæp- lega nokkur sýnileg áhrif á nám barnsins, þótt það komi

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.