Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 73
MENNTAMÁL
63
Frá Alþingi.
Alþingi hefur nú setið nokkra daga, þegar þetta hefti Menntamála
er að fara í prentun. Þó að kosið væri um tvö mál aðallega þ. 5. júlí,
þ. e. kjördæmamálið og sjálfstæðismálið, og gert var ráð fyrir að
þingiö afgreiddi þau mál eingöngu, þá hafa nú komið fram fjölda-
mörg frumvörp frá þingmönnum. Segja má, að flest frumvörpin séu
um nauðsynleg og aðkallandi mál. Eitt af þeim málum, sem mjög
snertir kennarastéttina, er hækkun á grunnlaunum að viðbættri
vísitöluhækkun. Tvö frumvörp komu fram um þetta: í neðri deild
frá Alþýðuflokknum, í efri deild frá Sósíalistaflokknum. Nú hafa
fjárhagsnefndir beggja deilda sameinast um að afgreiða málið, að
mestu í samræmi við frumvörpin. Hækkunin á þó ekki að gilda
nema til eins árs, en gert ráð fyrir endurskoðun launalaganna. Er
hér um töluverða launabót aö ræða. Má hiklaust þakka Bandalagi
opinberra starfsmanna þennan árangur.
Norræna félagið
hefur genist fyrir því að danskir kennarar lærðu sænsku. Hefur fé-
lagið tekið höndum saman við Kennarasambönd Danmerkur og félag
danskra Menntaskólakennara og beitt sér fyrir námskeiðum í sænskri
tungu. Fyrsta námskeiðið er haldið í sumar frá 19. júlí til 25. júlí, á
Hindsgavl í Danmörku.
Finnska.
kennslumálaráðuneytið hefur gefið stúdentum undanþágu frá prófi
í vor. Er undanþágan fólgin í því, að nemendur, sem höfðu verið í
skólunum til 1. febrúar 1942, og ætluðu að taka stúdentspróf í vor,
en gátu það ekki sökum styrjaldarástandsins, skyldu undanþegnir
prófi, en fá þó full prófréttindi sem stúdentar.
Harmleikurinn
í Noregi heldur áfram. Kennarastéttin og prestastéttin hafa verið
hnepptar í fjötra, sökum mótþróa við Kvislings-leppstjórnina þýzku.
Öll þjóðin stynur lemstruð og þjáð undir oki nazismans. í vor voru
um 500 kennarar teknir höndum og fluttir í þrælavinnu hjá Þjóðverj-
um. Sumir kennararnir voiu látnir vinna að virkjagerð í Norður-
Noregi, en aðrar fregnir herma, að sumir kennararnir hafi veiið sendir
tii Norður-Finnlands í þrælavinnu.
Fjársöfnun
handa Ncrðmönnum hefui farið fram hér á landi í sumar. Hófst