Menntamál - 01.03.1950, Side 7
MENNTAMÁL
XXIII. 1.
JAN.—MARZ
1950
Stofnskjal barnaskóla í Reykjavík.
28. jan. s. 1. voru liðin 120 ár, frá því barnaskóli var
fyrst settur á stofn í Reykjavík. Birtist hér stofnskjal
hans í íslenzkri þýðingu. — Er það upphaflega ritað á
danska tungu og varðveitt í fundargerðabók skólanefndar.
Þessi skóli lagðist niður 1849, og var ekki barnaskóli
stofnaður aftur í Reykjavík fyrr en 1862.
7 Reykjavík og um land allt hafa menn lengi fundiS til
vöntunar á kennslustofnun fyrir ung börn. Úr þessari þörf
hefur nú verið bætt víðast hvar í öðrum menningarlönd-
um. Nokkurum sinnum hafa ýmsir bæjarbúa haft hug á að
stofna opinberan skóla handa æskulýð bæjarins, en á því
hafa reynzt mörg vandkvæði. Menn hafa því orðið að láta
sér nægja að kenna börnunum heima eftir bcztu getu, því
að fáir hafa haft efni á því að ráða til sín einkakennara.
Þó að lítilli aðstoð sé til að dreifa, hafa undirritaðir kom-
ið sér saman um að stofna skóla handa 20 börnum hið fæsta
úr bænum og nágrenni hans. Þar er þeim ætlað að njóta
kennslu í lestri, skrift, reikningi, trúarbrögðum o. fl. og
hljóta þá menntun, sem hæfir jafnt börnum úr borgara-
stétt sem úr alþýðustétt. Að því er varðar börn alþýðufólks,
má ætla, að Lancaster-aðferðin geti komið að góðu gagni,
ef hægt yrði að lcoma lienni við. Iíennari hefur verið ráð-
inn Hans Simon Hansen bókari með 150 ríkisdala árslaun-
um í reiðu silfri og ókeypis húsnæði, aulc þess skal hann