Menntamál - 01.03.1950, Side 8
2
MENNTAMÁL
fá 300 hestburði af mó til að hita upp sJcólahúsið gegn því,
að hann annist ræstingu og Jcyndingu. Til þess að standast
þennan og annan kostnað hafa hans hávelborinheit stift-
amtmaður og amtmaður von L. Krieger lofað að styðja
þetta fyrirtæki með því að veita 36 ríkisd. árlegan styrk úr
sjóði Jóns Þorkelssonar og greiða 100 ríkisd., sem þegar
hafa verið gefnir af hinu konunglega rentukammeri ásamt
því að greiða ótiltekna upphæð til kaupa á hæfilegum og
nauðsynlegum innanstokksmunum. Á þessum fundi hafa
menn heitið 11 hlutum, og nemur hver hlutur 12 ríkisd.
Telst það hæfilegt árstillag fyrir eitt barn. Ebbesen kaup-
maður hefur tjáð sig fúsan til þess að taka að sér gjald-
kerastörfin. Til stjórnar þessari kennslustofnun hafa
menn orðið á eitt sáttir að kjósaaukprestsins, Ulstrupland-
og bæjarfógeta, V. Finsen sýslumann — úr hópi embættis-
manna og auk þess tvo borgara, þá kaupmennina Ebbesen
og Sivertsen. Við gátum eklci valið neinn dag, sem mundi
bera meiri heill og hamingju í skauti sér, en afmælisdag
vors ástkæra landsföður, vors allra náðugasta konungs, til
stofnunar svo æskilegu og þörfu fyrirtæki, þess vegna
höfum við valið þennan dag og höldum hann þann veg há-
tíðlegan með glöðum hug og innilegustu hamingjuóskum.
Reykjavík 28. janúar 1830.
Oddsen Ulstrup Finsen C. W. Ebbesen
S. Sivertsen Thomsen I Robl S. Hansen
C, S, Thoroddsen H. S. Hansen