Menntamál - 01.03.1950, Side 16
10
MENNTAMÁL
Miklar framfarir hafa orðið á þessu sviði á síðustu
árum. Ýmis konar fötltin má nú ýmist laga að fullu eða
ráða stóra bót á, sem áður var vonlaust verk að fást við.
Betri og hagkvæmari lyf hafa nú fundizt við ýmsum sjúk-
dómum, sem lækna þá eða halda þeim í skefjum. Mikils má
vænta og mikið er hægt að gera, ef þekkingu og tækni er
rétt beitt. En mein manna, bæði líkamleg og andleg, eru
margvísleg, og hinir færustu menn standa oft ráðþrota
gagnvart þeim. Mun hér lengi sannast hið fornkveðna:
Munu við ofstríð
alls til lengi
konur og karlar
kvikvir fæðast.
Ég mun nú reyna að gera grein fyrir nokkrum þeim
atriðum, sem þing þetta lagði mesta áherzlu á og flestir
eða allir virtust sammála um varðandi uppeldi afbrigði-
legra barna almennt.
Þingið lagði ríka áherzlu á, að vinna ætti að því í öllum
löndum að auka almenna fræðslu um uppeldi og sálarlíf
barna. Það nægir engan veginn, þótt einhver þjóð eigi sér-
fræðinga á þessu sviði. Fræðsla þessi verður að verulegu
leyti að ná til almennings, einkum til foreldra. Uppeldi
barna er bæði svo mikilvægt og almennt starf, að nokk-
ur þekking á því hlýtur að teljast til almennrar mennt-
unar. Ráð til að auka þessa þekkingu meðal almennings
eru fjölmörg: Alþýðlegar fræðibækur, greinar í blöð og
tímaritum, fyrirlestrar, erindi með ýmsu sniði í útvarp,
aukin uppeldisfræðileg kennsla í öllum húsmæðra- og
kvennaskólum o. s. frv. Þessi almenna fræðsla er mikil-
vægt skilyrði þess, að afstaða almennings gagnvart af-
brigðilegum börnum verði réttari og betri. Enda þótt af-
staða almennings og þjóðfélagsins gagnvart þessum börn-
um sé smám saman að færast í betra horf, er henni samt