Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Side 23

Menntamál - 01.03.1950, Side 23
MENNTAMÁL 17 inn, hafði fádæma minni á tölur og var ákaflega sljmgur hugarreikningsmaður. Hann margfaldaði saman 4 stafa tölur á svipstundu, lagði saman 15 þriggja stafa tölur eða 10 4 eða 5 stafa tölur, deildi þriggja stafa tölu í 6 stafa tölu o. s. frv. Hann dró út kvaðratrætur og kubikrætur, flókin rentureikningsdæmi reiknaði hann á nokkrum mín- útum í huganum, t. d. eins og þetta: 19 krónur voru lagðar á vexti árið 1358 með 3 °/o vöxtum. Hve var upphæðin orðin há 1946. Sömuleiðis tímatalsþrautir: Jón er fæddur 7. októ- ber 1909. Hvaða vikudag bar þá 7. október upp á? Hve gamall var Jón 31. des. 1945? í dögum? klukkutímum? mínútum? Pétur, bróðir Vilhjálms, var töluvert vangefinn, trúgjarn, einfaldur og skorti mjög almenna dómgreind. Engin var hann hugarreikningsmaður sem bróðir hans, en minni hans og næmi var feikilegt. Hann mundi síma- númer svo að þúsundum skipti, var sjór af fróðleik um brottfarartíma og komutíma járnbrautarlesta, flugvéla og skipa. Sömuleiðis um æviatriði fjöldamargra manna, einkum presta. Hafði hann lært utan að kver um helztu ævi- atriði rúmlega þúsund hollenzkra presta, og ef nafn ein- hvers þeirra var nefnt, þuldi hann allt, sem um hann stóð í bókinni upp úr sér, svo að í engu skeikaði. Pétur var mjög trúaður og ákaflega hrifinn af prestum, enda fengið þá flugu í höfuðið að verða prestur, en þeim góðu mönnum, Hollendingum, fannst hann sóma sér betur í cirkus en í prédikunarstól. Enginn vafi er á því, að báðir þessir bræð- ur höfðu undraverða meðfædda hæfileika á takmörkuðu sviði, þótt áhugi og æfing komi hér einnig til greina. Mót þetta varð mér bæði til gagns og ánægju, ekki hvað sízt að því leyti að ég kynntist þar mörgum mönnum per- sónulega. Helztu rit ýmissa þeirra hafði ég raunar þekkt um langt skeið. En það er eins og sum rit þurfi að njóta yls frá persónunni, sem skapaði þau, til þess að vera metin til fulls, eða til þess, að hið hulda líf og kraftur, sem í þeim býr, streymi um lesandann,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.