Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Side 24

Menntamál - 01.03.1950, Side 24
18 MENNTAMÁL HELGl ÞORLÁKSSON: Landssamband framhaldsskólakennara. í ársbyrjun 1948 samþykkti Félag framhaldsskólakenn- ara í Reykjavík að beita sér fyrir stofnun landssamtaka kennara við framhaldsskólana. Félag þetta hafði þá starf- að um nokkurt skeið og unnið að ýmsum hagsmunamálum kennara, einkum launamálum. Áður höfðu verið til nokk- ur samtök við framhaldsskóla, svo sem félag héraðsskóla- kennara, félag gagnfræðaskólakennara og félag mennta- skólakennara. Öll höfðu þessi félög beitt sér fyrir ýmsum velferðarmálum þessara skólaflokka, en sum þeirra voru nú hætt störfum að mestu eða öllu leyti. Þriggja manna nefnd vann nú að undirbúningi sam- bandsstofnunar og ritaði öllum framhaldsskólum lands- ins bréf þar að lútandi. Síðan var stofnþing boðað og háð í Reykjavík dagana 17.—19. júní 1948. Til þings mættu 47 fulltrúar frá 21 skóla víðs vegar um landið. Höfuðverkefni þingsins varð að sjálfsögðu að ganga frá lögum fyrir samtökin, en auk þess tók það til meðferð- ar ýmis skólamál og hagsmunamál kennara. Með ályktun- um markaði þetta þing þegar stefnu sambandsins í ýmsum þessara mála. Meðal annars lýsti þingið ákveðnum vilja sínum um náið samstarf allra, sem að uppeldismálum vinna og æskti samvinnu við S. í. B. um útgáfu tímarits. Framhaldsstofnþing var síðan háð sumarið 1949, og jafnhliða stóð sambandið fyrir þingi fagkennara. Ræddu þeir ýtarlega um kennslubækur og námsskrár framhalds-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.