Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL
25
unum, sem voru þeim til uppbyggingar. Loks voru mæð-
urnar ástundunarsamari en nú að fylgjast með bænalestri
barnanna.
Á seinni árum hefur orðið mikil breyting á þessum
hlutum.
í mörgum byggðarlögum hafa ekki aðeins húslestrar
lagzt niður, heldur kirkjusókn einnig að sögn og húsvitj-
anir prestanna sumstaðar. Auðvitað eru til prestar, sem
rækja fermingarundirbúninginn samvizkusamlega, og þeir
engu síður í hópi hinna frjálslyndu, en því er ekki að leyna,
að allt of víða gera prestar og heimili svo lágar kröfur, að
skólunum mundi vera legið harðlega á hálsi, ef kennaar-
arnir legðu jafnlítið á sig. Að einu leyti er prestunum þó
vorkunn. Hin almenna þróun í fræðslumálum landsmanna
og kirkjumálum hefur farið í þá átt meir en hálfa öld
að gera prestaköllin sem stærst og mest yfirferðar, og
loks hefur skólunum verið fengið svo mikið af starfs-
tíma barnanna til yfirráða, að það er orðið harla erfitt
fyrir aðra aðila að ná börnunum til viðtals. Af þessu öllu
saman leiðir það, að jafnvel prestar virðast vera farnir
að gera þá kröfu til skólanna, að þeir eigi að vera aðal-
uppalendur unglinganna, einnig með tilliti til trúarlífsins.
Margar aðfinnslur í garð skólanna nú á dögum stafa af
ósanngirni, þar eð þeim er ætlað að koma í stað allra
hinna, sem áður höfðu trúarleg áhrif á börnin, bæði
presta, heimila og safnaða. Ég hygg, að starf skólanna
mundi sýna allt aðra útkomu, ef börnin vendust á kirkju-
göngur með foreldrum sínum, þótt ekki væri annað, og
fengju þannig trúarlega uppbyggingu ásamt fræðslunni.
Og vil ég leggja mikla áherzlu á, að hér eiga foreldrar og
kennarar að ganga á undan. Það er alltr annað að segja:
„Komdu með mér“ heldur en „farðu“. Það voru helgar
iðkanir á heimilum og í kirkju, sem bættu unglingunum
upp hina ófullkomnu kennslu gömlu prestanna, eftir að
kennsla þeirra var ekki orðin annað en þurr yfirheyrsla.