Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Page 36

Menntamál - 01.03.1950, Page 36
30 MENNTAMÁL aS ýmsir vinir mínir héldu því fram í fullri alvöru, að skólar, læknar, verklýðsfélög eða eit’thvað annað gott gæti eiginlega innt af hendi hinar fornu skyldur kirkjunnar betur en hún sjálf. En reynsla þessarar aldar hefur áþreifanlega sýnt, að hversu mikils sem af þessum aðilum má vænta, uppfylla þeir aldrei þá sérstöku skyldu krist- innar kirkju að vera hið sýnilega og áþreifanlega sam- band milli Krists og postulanna annars vegar og vorrar kynslóðar hins vegar. Engin vísindi geta komið í stað trúarbragðanna og engir skólar í stað kirkjunnar. Þess vegna þurfa skólarnir hinnar trúrænu uppbyggingar við frá kirkjunni og hennar kenningum. Þess vegna vil ég halda því fram, að í kristnu landi eigi trúaðir foreldrar kröfu til þess, að börn þeirra fái einhverja trúarlega upp- byggingu hjá stofnun, sem með valdi laganna tekur þau undan áhrifavaldi heimilanna langtímum saman á við- kvæmasta þroskaaldri þeirra. Gerum nú ráð fyrir, að þessi skilningur, sem ég hef verið að vona, að yrði algengur, sé ekki ennþá ríkjandi meðal kennara og skólamanna, — og kannske ekki heldur hjá trúuðum áhugamönnum, smbr. Steingrím Benedikts- son, sem vill hverfa aftur til hins gamla tíma, þegar biblíu- gagnrýnin var talin hættuleg. Út frá hvaða forsendum geta kennarar almennt upp og ofan tekið að sér kennslu í kristnum fræðum? Fyrst og fremst hljóta þeir, hvað sem orðalagi einstakra lagagreina líður, að hugsa sem svo, að þeir, sem mörkuðu stefnu skólanna, hafi til þess ætlazt, að börnin kynntust kenningu Krists, orði hans og breytni. Til þess að þetta sé hægt, þurfa þau að kunna biblíusögur. Kennarinn þarf að gerá sér ljóst, að þær sögur úr Biblíunni, sem valdar eru til kennslu, eru ekki teknar vegna þess, sem þær kunna að halda fram um náttúrufræði og stjörnufræði (smbr. sköpunarsöguna), heldur vegna þess boðskapar um Guð, sem í þeim felst. Syndafallssagan er ekki sagnfræði —

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.