Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Síða 44

Menntamál - 01.03.1950, Síða 44
38 MENNTAMÁL 2. Nemendafjöldi og aldursskeið. 1 skólann hafa innritazt 225 nemendur. Fimm nemend- ur hafa hætt vegna veikinda, eða fengið undanþágu vegna annarra ástæðna. Hafa þær undanþágur verið veittar í samráði við fræðslufulltrúa. Nemendur eru fæddir árin 1935 og 1936, þeir eldri eru í 2. bekk en þeir yngri í 1. bekk. Örfáir fyrstubekkingar eru fæddir árið 1937. Höfðu þeir lokið barnaprófi með til- skilinni einkunn síðast liðið vor. Fáeinir annarsbekkingar eru fæddir fyrr en 1935. 3. Kennarafjöldi. , Auk skólastjóra eru fjórir kennarar ráðnir til eins árs. Fjórir stundakennarar kenna bóklegar greinar. Einn þeirra kennir fulla kennslu (30 vikustundir). Leikfimi og verklegt nám annast stundakennarar. á. Röðun í bekki. Við röðun í bekkjardeildir var stuðzt við vitpróf, sem síra Ingimar Jónsson, skólastjóri, hefur notað við sinn skóla í mörg ár. Prófskrár viðkomandi barnaskóla voru auk þess hafðar til hliðsjónar. Eftir fyrra vetrarpróf í byrjun desember voru svo gjörðar fáeinar tilfærslur, þó færri en æskilegt hefði verið. 5. Verknám. Verknámsdeild er ekki starfrækt í skólanum. Allir nem- endur stunda þó nokkurt verknám. Stúlkum er kennd handavinna í skólanum tvær vikustundir hverri bekkjar- deild. Piltar fá kennslu í smíði tvær stundir á viku. Mat- reiðsla er kennd stúlkum í fyrsta bekk. Hver deild fær kennslu hálfan veturinn. Smíða- og matreiðslukennsla fer fram í Austurbæjarbarnaskólanum,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.