Menntamál - 01.03.1950, Page 51
MENNTAMÁL
45
S. BJ. ARNEKLEIV LEKTOR:
Norskt rit um uppeldismál.
Greinarhöfundur er lektor í uppeldis- og sálarfræði við kennaraskól-
ann í Nesna í Noregi. Hann hefur áður ritað í Menntamál og fær þau
alltaf send og kveðst lesa þau af miklum áhuga, þótt hann geti ekki
skilið hvert orð. Hann hefur ritað allmikið í norsk blöð og tímarit lun
uppeldismál.
Eftir 8 ára reynslutíma voru gefin út í Noregi lög um
kennaramenntun 11. febr. 1938. Nú eru tvær deildir við
kennaraskólana norsku, önnur fyrir stúdenta, tveggja
vetra skóli, en hin fyrir fólk 17 ára og eldra, sem lokið
hefur unglingaskólaprófi eða hliðstæðu skólanámi, það
er fjögurra vetra skóli.
Er þessi nýju lög gengu í gildi, var nám í sálarfræði og
uppeldisfræðum aukið til muna í kennaraskólunum. En
það reyndust vandkvæði á því að fylgja þessum nýju kröf-
um fram. Um fram allt var hörgull á hentugum kennslu-
bókum og handbókum. Um sömu mundir var þó tekið að
semja og gefa út bækur handa kennaraskólunum. Til að
mynda kom fyrsta bindi af Uppeldissálarfræði Erlings
Kristviks rektors út árið 1937. Það fjallaði um almenna
sálarfræði. Annað bindið, sem fjallar um þekkingu á nem-
endum kom út 1939 og þriðja bindið, um kennslustarfið,
kom út 1941. Þetta síðasta bindi er raunar önnur útgáfa
af eldri bók eftir Kristvik frá 1925.
Allar eru þessar bækur komnar nú í nýjum útgáfum
dálítið breyttum hverju sinni.
Erling Kristvik rektor er meðal fremstu skólamanna í