Menntamál - 01.03.1950, Side 52
46
MENNTAMÁL
Noregi. Hann er formælandi kristilegrar hugsjónahyggju
í uppeldismálum. Með gagnrýni sinni, kröfuhörku og
óskeldu tungutaki hefur hann verið sívökul samvizka
norskra uppeldismála um aldarfjórðung. Hann var yfir-
kennari við kennaraskóla um margra ára skeið, en 1925—
1930 var hann fræðslumálastjóri á Hálogalandi og upp
frá því skólastjóri hins mikla kennaraskóla á Volda, unz
honum var vikið frá embætti af nazistunum á stríðsárun-
um. Eftir að kennaraháskólinn í Þrándheimi tók til starfa
eftir styrjöldina, hefur hann gegnt prófessorsembættinu
við hann í uppeldisfræðum. — Kristvik rektor hefur ritað
margt og mikið. Ásamt Noreide rektor gaf hann út kennslu-
bók í sálarfræði, og 1920 kom út bókin Hugleidingar um
þjóðfélag og menningu eftir hann. Auk þessa hefur hann
ritað fjölda greina í blöð og tímarit. En bækurnar þrjár
Sálarfræði, Þekking á nemendum og Kennarastarfið eru
höfuðrit hans.
Sálarfræði er rit í fjórum aðalköflum. Fyrsti kaflinn
„Áskapaðar lífshvatir“ fjallar um frumöfl sálarlífsins
eins og þau birtast í eðlishvötum mannsins. í öðrum kafla
„Áhrifum, sem móta manninn“ er rætt um, hvernig maður-
inn lagar sig eftir umhverfinu, um skynjanirnar, og hvern-
ig vitundin vinnur úr þessum áhrifum. f þriðja kaflanum
„Sköpunarstarfi“ er því lýst, hvernig þau áhrif, sem náð
hafa til vitundarinnar, verða „hráefni“ fyrir ímyndun og
hugsun, og með hverjum hætti þessir hæfileikar mannsins
starfa. Að öðru leyti fjallar bókin um þróun viljalífsins
og tekur að síðustu til meðferðar undirstöðu siðgæðisins,
vöxt þess og viðgang.
Aðaltilgangur bókarinnar er að gefa ungum kennurum
„eins ljósa hugmynd og auðið er um sálarlífið í heild, um
þær vonir, sem andlegar framfarir bera í skauti sínu fyrir
mannkynið.“
Bókin er ekki auðvelt lestrarefni, eins og að líkum læt-
ur. Efni hennar er þjappað saman, og hefur það stund-