Menntamál - 01.03.1950, Page 55
MENNTAMÁL
49
Kristvik rektor er talsvert sjálfstæður hugsuður, og
væntanlega á þetta uppeldisrit einnig erindi til íslenzkra
kennara. Það er einstakt verk í sinni röð hér á Norður-
löndum.
Kennslubækur gagnfræðaskólanna.
Á þeim tveimur þingum, sem Landssamband fram-
haldsskólakennara hefur haldið, hafa námsbækur gagn-
fræðastigsins verið mjög til umræðu, einkum þó á árs-
þinginu síðastliðið vor. Var það almennt álit, að óhjá-
kvæmilegt væri að semja nýjar kennslubækur í svonefnd-
um lesgreinum, þ. e. sögu, landafræði, náttúrufræði og
eðlisfræði. Sömuleiðis voru reikningskennarar sammála
um, að reikningsbók framhaldsskólanna væri of strembin
fyrir það þroskastig nemenda, sem gagnfræðakennslan
fer fram á nú.
í samráði við fræðslumálastjóra er nú unnið að samn-
ingu kennslubóka í ýmsum greinum. Ætlazt er til, að
landafræði fyrir 1. bekk verði komin út næsta haust.
Kennslubók í mannkynssögu er komin út, eftir Ólaf Þ.
Kristjánsson. Var samning hennar fullgerð, áður en af-
skipti Landssambands framhaldsskólakennara komu til.
Lárus Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri, hefur lokið við
þýðingu danskrar kennslubókar í eðlisfræði, eftir J. K.
Eriksen. Er útgáfu hennar það langt komið, að sumir skól-
ar kenna hana undir landspróf í vor. — Út er komin reikn-
ingsbók handa framhaldsskólum 1. hefti, eftir Lárus
Bjarnason og Benedikt Tómasson. Unnið er nú að samn-
ingu framhaldsins í tvennu lagi, fyrir verknámsdeildir og
unglingaskóla annars vegar og hins vegar fyrir bóknáms-
deildir. Eitthvað af því ætti að verða tilbúið í haust. Auk
þessa er svo hafin samning kennslubókar í grasafræði.
Stþ. G.