Menntamál - 01.03.1950, Síða 61
menntamál
55
Af þeim stöðum, sem nú eru kaupstaðir — 13 alls —
höfðu 5 sundlaugar 1940, en nú hafa 11 kaupstaðir sund-
laugar og á Sauðárkróki og í Húsavík er verið að undir-
búa sundlaugabyggingar.
í hinum 26 sýslum landsins voru 1940 til 37 sundlaug-
ar, en eru nú 55. Þrjár sýslur — Austur- og Vestur-Skafta-
fellssýslur og Snæfellsnesssýsla — hafa enga sundlaug,
nú er verið að byggja sundlaug á Hellissandi og sundlaug-
arbygging í undirbúningi á Höfn í Hornafirði.
Samtímis því að þessar nýju sundlaugar hafa verið
reistar, hafa margar sundlaugar verið endurbættar.
Þar eð flytja verður víða nemendur langt að til sund-
náms, hafa hinar stórtæku vegagerðir sín áhrif á að auð-
veldara er að framkvæma þessa flutninga.
Iíinn góði skilningur fólksins á nauðsyn sundnámsins
hefur mjög létt framkvæmd sundskyldunnar. Má vera að
aukin fjárgeta hafi að einhverju leyti stuðlað að þessu, en
mannekla í sveitum hefur að nokkru tafið fyrir, þar sem
nemendur fara til sunds á þeim tíma sem sauðburður og
aðrar vorannir steðja að.
Það vill oft vera nokkuð kvillasamt á vorin og hafa
veikindi oft tafið fyrir. Komið hefur fyrir, að lús, kláði
og veggjalús hafa skapað erfiðleika. Eyrnaveiki hefur
kvalið suma nemendur og hindrað þá frá sundnámi.
Alltof margir vilja kenna óhreinlæti á sundstað eða
sóttkveikjum í sundlaugavatni um þessa veiki, en læknis-
fræðilegar athuganir hafa leitt í ljós, að nemendur, sem
koma til sunds með kvef í nefi eða hálsi hafa viðkvæmari
slímhimnur en ella og vegna vatnsagans gengur vatn frek-
ar í vefi um nefgöng og hlust og framkallar ígerð. Ann-
ars hafa nokkur brögð verið að því að almenningur hefur
sakfellt sundstaði, vegna lasleika, sem fram hefur komið
í nemendum meðan á sundnámi stóð og hefur sú sakfell-
ing stundum átt rót sína að rekja til ógætilegra orða
lækna. Vegna þess og þrátt fyrir það, sem hér hefur verið