Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Síða 64

Menntamál - 01.03.1950, Síða 64
58 MENNTAMÁL sumir aðstandendur ekki látið þá neitun hafa áhrif á sig og látið barn sitt sitja heima, þegar önnur héldu til sund- náms. Tveir drengir, sem af þessum ástæðum hafa setið heima, hafa drukknað hið sama sumar og þeir áttu að fara til sunds. Bæði slysin voru í lygnu vatni fáa metra frá landi. Enginn veit nær barn þarf á sundkunnáttu að halda og eftir því sem þau eldast eru líkurnar meiri og af þess- ari ástæðu hefur slíkum undanþágubeiðnum verið synjað. Nokkur brögð hafa verið að því, að aðstandendur barna utan kaupstaða hafa ekki sent börn sín til sunds í sund- laug hreppsins eða sýslunnar, vegna þess að þau ættu að fara til Reykjavíkur í heimsókn til vinafólks og þá lærðu þau að synda. Móti þessu hefur verið haft vegna þess, að slíkar heimsóknir ske á þeim tíma, sem engin sundkennsla fer fram í Sundhöll Reykjavíkur og fari sundkennsla fram, eru öll námskeið yfirfull eða aðkomubarnið fær sund- kennslu einn hálftíma á dag í 5 daga vikunnar, svo að heim- sóknin verður að vara í 5 til 7 vikur, til þess að barnið fái að njóta sama sundtímafjölda og barn, sem sent er til t. d. héraðsskóla á sundnámskeið. Hefur sú regla verið gerð að styrkja ekki slíkar sundnámsferðir. Slíkar sundferðir má telja til flóttans úr sveitunum. Það vekur sigurgleði í brjósti hvers manns, þegar sundið verður einstaklingi til lífs. Slíkir gleðiatburðir hafa oft gerzt hér á landi og einn hinna síðustu, er togarinn Vörður fórst. Sorglegir atburðir eru það, þegar menn á bezta skeiði farast rétt við land eða skip og tekið er fram: „Hann var ósyndur.“ Nú er skammt að því marki, að takast megi að gera alla heilbrigða 13 ára einstaklinga synda, og ef vel er á

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.