Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 6

Menntamál - 01.08.1957, Page 6
100 MENNTAMÁL losna við ýmsa lélegustu nemendurna, sem fremur gera öðrum ógagn en sjálfum sér gagn. Og viðhorf hinna, sem kæmu, ætti að verða nokkuð annað, ef þeir væru komnir af frjálsum vilja, eða svo héti að minnsta kosti. Eflaust væri heppilegast, að þau börn, sem ekki hyggja á langt nám, hættu í skóla eftir barnaskóla og hyrfu að vinnu, ef hennar væri kostur, en færu síðan aftur í skóla seinna, 2—3 ár. Þau ættu að hvíla sig frá námi um hríð og þrosk- ast á vinnu. Seinna myndu mörg koma að námi með nýj- um hug. Einkum á þetta við í sveitunum. f bæjunum skortir of marga unglinga verkefni, ef ekki er skólinn. Þar verður því óslitin skólaganga eins konar ill nauðsyn. En héraðsskólana ættu unglingarnir að sækja á aldrinum 16—19 ára, eftir atvikum og hentugleikum. Skólarnir verða betri með þroskaðra fólki, og þroskaðir nemendur hagnýta sér betur tilsögn og fræðslu. Skólastigin þrjú: menntaskólar, gagnfræðaskólar og barnaskólar. Menntaskólarnir eru elztir og sennilega íhaldssamastir, ef til vill af því, að þeir eru svo gamlir, en líka af hinu, að menntunin hefir í eðli sínu tilhneiging til íhaldssemi. Maðurinn hefir löngum verið samur við sig, og menntun- in er fólgin í því að afla sér skilnings á manninum, hlut- verki hans og stöðu. Menntunin er innhverf. Þekkingin horfir meira út á við, og hún er framsæknari en mennt- unin. Menntaskólarnir gætu eflaust bætt aðferðir og auk- ið tækni sína við að hjálpa nemöndum til að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, en þeir mega ekki fara inn á þá braut að miða allt við hagnýtt nám. Þá eru þeir ekki leng- ur menntaskólar. Barnaskólarnir standa á gömlum merg, en jafnframt hafa þeir tileinkað sér nýjungar, svo að sennilega er þar all-gott jafnvægi. Þó munu sumir ætla, að þeir hafi slakað fullmikið á námskröfunum. Þeir geri námið að helzt til miklum leik, varla að nógu mikilli alvöru. Börnin læri ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.