Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Side 10

Menntamál - 01.08.1957, Side 10
104 MENNTAMÁL þegar ekki verður lengur neinn óskólagenginn maður á lslandi,“ minnir mig, að eitt sinn hrykki upp úr Sigurði skólameistara. Og írskur prófessor, sem hér var eitt sinn á ferð og hafði mikið unnið að því í heimalandi sínu að safna sögnum af vörum ómenntaðra alþýðumanna, lét þess oft getið, er hann hafði sagt eftir þeim einhverja sögu, að sögumaður hefði verið „very intelligent“ (mjög gáf- aður), og bætti þá stundum við, glettnislega, að hann hefði heldur aldrei komið í skóla! Sannleikurinn er sá, að þekkingin getur fengizt á kostn- að skynseminnar. Skólanámið getur sljóvgað athyglina í stað þess að glæða hana, ef ekki er að gáð. Rousseau segir einhvers staðar í sinni öfgakenndu snilli: „Barn, sem les, hugsar ekki. Það bara les, lærir orð.“ Hér eru auð- vitað ýkjur. En allt skólanám og bóknám felur í sér þá hættu, að menn læri orð, án þess að þeir geri sér nægilega grein fyrir þeim veruleika, sem að baki býr. Þekkingin verður lærð, en ekki lifuð. Það er þessi óraunverulega þekking, sem verður til þess, að menn halda, að þeir viti meira en þeir vita. Þeir fara að dæma um það, sem þeir eru ekki dómbærir á. Það er þessi hálfmenntun, sem skapar þann yfirborðsbrag, sem ýmsir þykjast kenna í fari nútímans. Það er því mjög mikilvægt í allri kennslu, að kennarar geri sér far um að ganga úr skugga um, að nemendur skynji raunverulega og skilji það, sem um er fjallað. Vandi — ábyrgö — vegsemd. Vandi kennara er ekki lítill, og margt þarf til að vera góður kennari. Þekkingin ein hrekkur skammt, þó að hún sé nauðsynleg. Kennari verður að vera óeigingjarn í starfi. Hann verður að gefa óspart af sjálfum sér. Nemendur þurfa helzt að finna, að hann njóti þess að veita. Þá verður kennari að vera gædd- ur skilningsgleði, þarf að fyllast heilögum fögnuði yfir því að skynja og skýra samhengi hlutanna. Og jafnframt þarf hann að eiga furðugáfuna, hæfileikann til að undrast og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.