Menntamál - 01.08.1957, Side 19
MENNTAMÁL
113
ýmsum fundizt, að þar kenndi nokkurs vanmats á undir-
búningi þeim, sem Kennaraskólinn veitir til kennslustarfa.
8. Mörg myndarleg skólahús liafa verið reist hér á landi
undanfarna 2 áratugi, en samt vantar mikið á, að viðun-
andi sé í þeim efnum. í Reykjavík og víðar, þar sem fólks-
f jölgun hefur orðið mest að undanförnu, verður að tví- eða
þrísetja í hverja kennslustofu. Víðs vegar um landið eru
gömul skólahús og úr sér gengin. Alloft hefur gott skóla-
hús og kennaraíbúð tryggt það, að umsóknir bárust frá
mönnum með kennarapróf, sem ella hefðu ekki sótt þangað.
III. HVAÐ Á AÐ GERA TIL ÚRBÓTA?
Af því, sem ritað hefur verið hér að framan, munu þeir,
er þetta lesa, geta ráðið, hvað ég tel helzt þurfa að gera,
til þess að sem bezt verði fyrir því séð, að það mikla fé,
sem varið er hér á landi til skóla- og uppeldismála, komi
að sem beztum notum. En til frekari áherzlu og viðbót-
ar skal tekið fram það, er hér greinir:
/ fyrsta lagi: Bæta þarf svo aðstöðu þeirra stofnana, er
annast eiga menntun kennara, að nemendum þyki þær
eftirsóknarverðar.
Hraða verður byggingu Kennaraskóla fslands sem mest
má verða, svo og æfinga- og tilraunaskóla.
Ákvæðum III. kafla laga um menntun kennara verði
hrundið í framkvæmd til fulls sem allra fyrst. Þeim nem-
endum háskólans, er búa sig undir kennslustörf, verði
gerð ljós nauðsyn þess að stunda nám í uppeldisvísindum.
/ öðru lagi: Kennaraskóli íslands og Háskóli íslands
haldi árlega námskeið fyrir starfandi kennara, og kenn-
ararnir sæki þessi námskeið a. m. k. öðru hvoru, meðan þeir
geta átt þess kost. Á námskeiðum þessum verði jafnframt
umræður um kennslu og menn beri saman ráð sín og
reynslu í kennslugreinum sínum.
/ þriðja lagi: Sálfræðingar verði ráðnir í þjónustu