Menntamál - 01.08.1957, Síða 28
122
MENNTAMÁL
reynsla, sem ferðalög veita kennurum, er þeim og jafn-
framt nemendum þeirra gagnleg, beinir það þeirri ósk til
þeirra félaga, sem eru í Heimssambandi kennara, að þau
rannsaki gagnsemi slíkrar samvinnu í þeim löndum, sem
hlut eiga að máli, og snúi sér til réttra yfirvalda um, að
þau efli slíka samvinnu og bæti núverandi aðstöðu til
kennaraskipta.
III. ályktun.
Af djúpri þakklætiskennd vegna þeirrar margvíslegu
rausnar, sem þingið hefur notið í Filippseyjum, óskar
það að færa þessum aðiljum þakkir sínar:
1. ríkisforsetanum, Ramon Magsaysay, sem sýndi þing-
inu þá virðingu að fagna því með ávarpi, er það var sett,
og hélt þingfulltrúum veizlu að þinglokum; þinginu er það
og hin mesta ánægja að skýra frá augljósum áhuga hans
á menntamálum og einlægum áhuga hans á öllu því, er
varðar velferð barna og kennara;
2. ríkisþingi Filippseyja, sem veitti ríflegan fjárstyrk
til þinghaldsins, léði þinginu fundarsal og sýndi því marga
aðra rausn;
3. menntamálaráðherra Filippseyja, Gregorio Hernan-
dez, er flutti ávarp við þingslit og sýndi þinginu annan
sóma, — svo og öðrum mönnum úr ríkisstjórn Filipps-
eyja;
4. héraðstjórum, borgarstjórum og embættismönnum
héraða og borga, sem þingfulltrúar sóttu heim og nutu
frábærrar gestrisni í;
5. formanni Kennarafélags Filippseyja (PPSTA), Ro-
man Lorenzo, og framkvæmdastjóra og gjaldkera þess,
Ricardo Castro, og starfsmönnum þeirra, undirbúnings-
nefndum, starfsliði og aðstoðarfólki, sem á margvíslegan
hátt sáu fyrir því, að þingfulltrúar nytu vellíðanar og
gleði;
6. Asíusjóðnum, sem veitti rausnarlega hjálp;