Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 46
140
MENNTAMÁL
hún að draga mjög í efa, að drengurinn væri ekki ennþá
eitthvað lamaður á heila. Hvernig gætum við eiginlega
sannað, að svo væri ekki? Og væri hann lamaður, gætum
við ekkert hjálpað honum. Líklegast væri bezt að hætta öll-
um frekari lækningatilraunum. Allt atferli móðurinnar
benti greinilega til þess, að sálfræðingnum hefði tekizt að
opna augu hennar fyrir einhverju, sem henni hafði verið
dulið. Einhverju, sem var of sársaukafullt til þess að hún
gæti horfzt í augu við það. Brátt kom á daginn, hvað það
var. Móðirin óttaðist mjög, að hún hefði ekki verið drengn-
um góð móðir. Hún var hrædd um, að vandkvæði hans væru
henni að kenna. Þennan ótta, sektarkenndina, hafði hún
reynt að bæla niður eftir megni, og í því skyni varð hún
að finna gilda afsökun. Afsökunin var heilalömunin.
Henni var mikill léttir að því að vita hann lamaðan, það
friðaði samvizku hennar. Óþægileg framkoma hennar vott-
aði, að hún væri hætt að taka þá afsökun gilda, en beitti
nú öllum kröftum sínum til þess að verjast sektarkennd-
inni, sem sótti fast á. Fyrst þegar sálfræðingnum hafði
tekizt að kalla sektarkenndina fram í dagsljósið og þau
voru tekin að ræða hana og leita að orsökum hennar,
breyttist framkoma móðurinnar til bóta. Afstaða hennar
til sállækningarinnar varð jákvæð, hún reyndi að læra af
viðtölunum við sálfræðinginn, og framkoma hennar gagn-
vart drengnum breyttist til batnaðar.
Það er mikil og ný reynsla fyrir foreldra, sem hafa áður
aldrei átt þess kost að njóta sérfræðilegrar aðstoðar í
uppeldisstarfinu, að ræða einu sinni í viku um langt skeið
við sálfræðing. Og eitt.til tvö ár er langur tími. Hvað er
hægt að ræða um allan þann tíma? Er ekki hægt að segja
allt, sem segja þarf á miklu styttri tíma? Verða samtölin
ekki óhjákvæmilega sífelld endurtekning á því sama? Síð-
ur en svo, sé þeim réttilega stjórnað. Samband barns og
foreldra er svo fjölþætt, að um það efni má ræða endalaust,
án þess að til endurtekninga komi. Hlutverk sálfræðings-