Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 46
140 MENNTAMÁL hún að draga mjög í efa, að drengurinn væri ekki ennþá eitthvað lamaður á heila. Hvernig gætum við eiginlega sannað, að svo væri ekki? Og væri hann lamaður, gætum við ekkert hjálpað honum. Líklegast væri bezt að hætta öll- um frekari lækningatilraunum. Allt atferli móðurinnar benti greinilega til þess, að sálfræðingnum hefði tekizt að opna augu hennar fyrir einhverju, sem henni hafði verið dulið. Einhverju, sem var of sársaukafullt til þess að hún gæti horfzt í augu við það. Brátt kom á daginn, hvað það var. Móðirin óttaðist mjög, að hún hefði ekki verið drengn- um góð móðir. Hún var hrædd um, að vandkvæði hans væru henni að kenna. Þennan ótta, sektarkenndina, hafði hún reynt að bæla niður eftir megni, og í því skyni varð hún að finna gilda afsökun. Afsökunin var heilalömunin. Henni var mikill léttir að því að vita hann lamaðan, það friðaði samvizku hennar. Óþægileg framkoma hennar vott- aði, að hún væri hætt að taka þá afsökun gilda, en beitti nú öllum kröftum sínum til þess að verjast sektarkennd- inni, sem sótti fast á. Fyrst þegar sálfræðingnum hafði tekizt að kalla sektarkenndina fram í dagsljósið og þau voru tekin að ræða hana og leita að orsökum hennar, breyttist framkoma móðurinnar til bóta. Afstaða hennar til sállækningarinnar varð jákvæð, hún reyndi að læra af viðtölunum við sálfræðinginn, og framkoma hennar gagn- vart drengnum breyttist til batnaðar. Það er mikil og ný reynsla fyrir foreldra, sem hafa áður aldrei átt þess kost að njóta sérfræðilegrar aðstoðar í uppeldisstarfinu, að ræða einu sinni í viku um langt skeið við sálfræðing. Og eitt.til tvö ár er langur tími. Hvað er hægt að ræða um allan þann tíma? Er ekki hægt að segja allt, sem segja þarf á miklu styttri tíma? Verða samtölin ekki óhjákvæmilega sífelld endurtekning á því sama? Síð- ur en svo, sé þeim réttilega stjórnað. Samband barns og foreldra er svo fjölþætt, að um það efni má ræða endalaust, án þess að til endurtekninga komi. Hlutverk sálfræðings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.