Menntamál - 01.08.1957, Page 52
146
MENNTAMÁL
MATTHÍAS JÓNASSON:
Tvær lestrarkennsluaðferðir
undir sænskri smásjá.
í nóvember 1952 hófst í Stokkhólmi rannsókn á árangri
af lestrarkennslu með tveimur ólíkum aðferðum, hljóðaað-
ferð og orðmyndaaðferð. Rannsókn þessari lauk með bók,
sem kom út síðastliðið sumar: Jon Næslund: Metodiken vid
den första lásundervisningen. En översikt och experiment-
ella bidrag, Svenska bokförlaget, 1956. Fyrir margra hluta
sakir er hér um merkilegt efni að ræða. Byrjunarkennsla í
lestri er góðum kennara sífellt vandamál; því er honum
kærkomin hver vísbending um bættan árangur. Þá er rann-
sóknin gerð á all-sérstæðum hópi, 20 eineggja tvíburum.
Samanburður á námsárangri eineggja tvíbura er öruggari,
að því er sambærilega námsgetu snertir, en um fjarskyld-
ari börn. Loks er sænsk tunga náskyld og á margan hátt
hliðstæð íslenzku, svo að við megum fremur draga álykt-
anir af henni fyrir kennslu í íslenzkum skólum en þegar
um mjög frábrugðnar tungur er að ræða.
Af þessum sökum býst ég við, að íslenzkum kennurum
leiki nokkur forvitni á rannsókn Næslunds. Mun ég því
leitast við að skýra frá efni hennar og niðurstöðum. Ég
einskorða mig við það meginefni, sem rannsóknin snýst
um, en sleppi hinu sögulega yfirliti og öðrum aukaatrið-
um.
1. KENNSLUAÐFERÐIRNAR.
Næslund gerir í upphafi bókar sinnar grein fyrir þrem-
ur meginaðferðum í lestrarkennslu, stöfunaraðferð,