Menntamál - 01.08.1957, Síða 64
158
MENNTAMÁL
prófum, bæði munnlegum og skriflegum. Munurinn milli
hópanna er ekki mikill. Hlj.-hópurinn nær í heild betri ár-
angri í 6 af 7 munnlegum stafsetningarprófum, en om.-
hópurinn í einu. Greindari helmingur om.-barnanna nær
þó oftast betri árangri, en af tregari helmingunum sýnir
hlj.-hópurinn mikla yfirburði.
Ógerlegt væri að prófa stafsetningarkunnáttu om.-barn-
anna á þennan hátt, ef þau hefðu ekki verið æfð í að hljóða
orð, en einungis fengið að ,,teikna“ orðmyndirnar („rita“
ordbilderna), eins og höf. segir. Næslund talar líka um,
að sum om.-barnanna greini orðin í hljóð og heimfæri ein-
staka bókstafi upp á hljóð (bls. 89). Árangur þeirra í
munnlegri stafsetningu sýnir, að hljóðgreiningin hefur
byrjað mjög snemma, enda talar höf. um, að om.-börnin
lesi erfið orð „med syntesens hjálp,“ þ. e. með því að
hljóða þau. Næslund getur þess ekki, hvenær hljóðgrein-
ingin hófst, en það skiptir auðvitað miklu máli bæði fyrir
lestrar- og stafsetningarkunnáttu. Börn læra aldrei að
hljóða eða stafa munnlega orð, nema þeim sé sérstaklega
kennd sú lestrartækni. Því má aldrei færa árangur í munn-
legri stafsetningu á reikning orðmyndaaðferðarinnar
einnar. Næslund tekur það líka skýrt fram, að báðum
aðferðunum sé beitt við om.-hópinn. „Eins og áður er get-
ið, hafa sömu þættir fléttast saman í kennslu beggja hóp-
aiina, en þeir hófust við ólíkar aðstæður" (bls. 152). Næs-
lund á við, að hlj.-barnið fer bráðlega að lesa orð í eðlilegu
framhaldi af hljóðæfingunum og nær sífellt meiri leikni í
því að lesa orðin sem heild, en om.-barnið, sem byrjar á
orðmyndinni óskiptri, þarfnast fljótlega — skv. skoðun
Næslunds — hljóðgreiningar, svo að það geti, „með hjálp
hljóðaaðferðarinnar" lesið úr orðum, sem það ber ekki
kennsl á, og eignast lykil að stafsetningunni. Rannsókn
þeirra próf. Dolch og Bloomster 1937 sýndi, að börn, sem
ekki fengu reglulega hljóðaaðferðarkennslu, sáu í lok 1.
skólaárs engan mun á stafsetningu orða eins og „cap nap