Menntamál - 01.08.1957, Page 69
MENNTAMÁL
163
skólanum, finnst mér umskiptin allt of snögg. Þar var
kennslu lokið um kaffileytið, og heima las ég til kl. 10 og
11 á kvöldin. Mér var hælt í skólanum fyrir dugnað, en
það er ekki nóg til þess að nemandi sé ánægður. Þó að ég
væri með annað bezta próf í bekknum um vorið, fór svo,
að ég sárkveið fyrir að byrja næsta haust.
Mér verður líka minnisstætt, hvernig það haust byrj-
aði. Deildin, sem ég var í, var fyrsta deild skólans, sem
átti að ganga undir landspróf.
Kennararnir virtust, ekki síður en við, hafa alvarlegan
prófskrekk. Því var ekki skeytt, að við höfðum ýmsu
gleymt yfir sumarið.
Okkur var sett svo mikið fyrir, að ég þurfti að glósa
fleiri síður í málunum. Ég hætti að lesa kl. 12 fyrsta
kvöldið. Daginn eftir var ég tekin upp í dönsku og rekin
í sæti fyrir lélega kunnáttu. Sjálfsálitið var þá ekki upp
á marga fiska.
Þetta haust hafði ég sótt um skólavist í héraðsskóla,
og fékk ég hana eftir að ég hafði verið í gagnfræðaskól-
anum í tæpa viku. Þar lauk ég mínu gagnfræðaprófi.
Eftir þessa reynslu mína er mér Ijós sá mikli kostur
heimavistarskólanna, að kennararnir geta fylgzt með lestr-
artíma nemendanna. Það er að sjálfsögðu gott, að stunda-
skráin sé vel skipulögð, svo að hvert fag sé á sem heppi-
legustum tíma dags. Annað held ég þó, að skipti mun
meira máli, það, að kennararnir hafi samstarf sín á milli,
svo að öruggt sé, að heimavinna nemenda verði ekki meiri
en svo, að hver sæmilegur nemandi sjái fram úr verk-
efnum sínum.
Skólarnir eiga ekki að stuðla að þröngsýni. Þeir mega
ekki kreppa svo að nemendunum, að enginn tími eða þrek
sé til annars lestrar en námsbókanna. Með óréttlátum
kröfum sínum mega þeir heldur ekki verða til að kenna
unglingunum að svíkjast undan því, sem þeim er trúað
fyrir. Kennaraskólanemi.