Menntamál - 01.08.1957, Page 74
168
MENNTAMÁL
Bréf til íslenzkra kennara
frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur, Löngumýri.
Kæru vinir og félagar.
Nú á dögum er mikið rit-
að og rætt um stofnun
félagsheimila einni og ann-
arri stétt þjóðfélagsins til
handa.
Oft hefur mér dottið í
hug, hversu ánægjulegt og
ákjósanlegt það væri, að
kennarar þessa lands ættu
sameiginlegan aðgang að
hvíldar- eða félagsheimili,
þegar kennslu væri lokið að
vorinu.
Við munum flest þekkja,
að hvíldin nýtist betur, ef
maður kemst í nýtt um-
hverfi, þar sem hægt er
að varpa frá sér öllum heimilisáhyggjum.
Hvernig ætti svo þetta félags- eða hvíldarheimili að
vera? Að mínum dómi þarf það að vera á fögrum og kyrr-
látum stað, hæfilega langt frá þjóðvegi og umferðaþrasi.
Ef til vill væri réttara, að um eitt hvíldarheimili væri að
ræða í hverjum landsfjórðungi, sem kennarar gætu dvalið
á til skiptis, með því móti fengju þeir meiri kynni af land-
inu, og virðist mér, að þá mætti nota húsmæðra- eða al-
þýðuskólana í þessum tilgangi. Um fræðslu- og skemmtiat-
riði í sambandi við þetta dvalarheimili væri hægt að segja
Ingibjörg Jóhannsdóttir.