Menntamál - 01.08.1957, Síða 78
172
MENNTAMÁL
Guðmundur Jónsson frá Mosdal.
F. 2U. sept. 1886, d. 3. júlí 1956.
Hann var vestfirzkur bóndasonur, fæddur á Ingjalds-
sandi, en uppalinn hjá frændfólki sínu í Mosdal í Önund-
arfirði. Snemma bar á gáfum Guðmundar, námfýsi og
hagleik. Hann lærði tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni, tré-
skurðarmeistara í Reykjavík, árin 1911—1916 og tók próf
í þeirri grein 1916. Árin 1919—1921 dvaldi hann við
framhaldsnám í Noregi, Svíþjóð og Danmörku í listgrein
sinni, kynnti sér alls konar heimaiðju og listiðnað og
kennslu í þeim greinum. Árin 1928 og 1949 fór hann til
Noregs og kynnti sér þá einkum fornnorskan, þjóðlegan
listiðnað.
Árið 1916 fluttist Guðmundur til ísafjarðar og dvaldi
þar æ síðan. Kennslustörf hóf hann fyrst sem leiðbein-
andi í tréskurði og heimaiðju á námsskeiðum, er ungmenna-
félögin stóðu að. Árið 1923 hóf hann kennslustörf í tré-
skurði og dráttlist við Barnaskóla ísafjarðar og var þar
fastur kennari frá 1929 og til dauðadags. Auk þess var
hann skólastj. Kvöldskóla Umf. Árvakurs á ísafirði 5 ár
og kenndi fjölda unglinga í einkatímum. Vinnustofa hans
í Sóltúnum á ísafirði stóð vinum hans jafnan opin, og vann
Guðmundur á þann hátt ómetanlegt starf.
Guðmundur var hugsjónamaður mikill og varð því á
unga aldri hrifinn af ungmennafélagshreyfingunni og
var þar jafnan í fremstu röð. Hann stofnaði fyrsta ungm.-
fél. á Vestfjörðum 1908 og síðar þrjú önnur, og var í sam-
bandsstjórn U. M. F. í. 1924—1933. Hann var og í stjórn
Umf. Reykjavíkur á námsárum sínum. Árið 1928 færði
hann Umf. Ervingen í Björgvin gjöf frá U. M. F. í., rúna-