Menntamál - 01.08.1957, Side 87
MENNTAMÁL
181
rétt, nema sem hjálparaðferð, en sé henni beitt þannig,
hefur hún mikið gildi.
Eðlilegt væri að allir kennaraskólar legðu mikla áherzlu
á að kenna nemendum sínum um skaðsemi einhæfra lestr-
araðferða, en veiti þeim jafnframt staðgóða fræðslu um
allar þær lestraraðferðir, sem menn þekkja og að gagni
mega koma. Á þann hátt svo og með því að gera sálfræði-
kennsluna í kennaraskólum sem lífrænasta, má stór-
minnka þörfina á skólasálfræðingum, þótt útlokað sé með
öllu, að kennari geti nokkurn tíma leyst mestu vandamál
barna á sama hátt og sálfræðingur, því venjulega eru þau
vandamál svo samslungin öðrum vandamálum heimil-
anna, að sá, sem tæki að sér að gerast ráðunautur í slík-
um málum án haldgóðrar sérþekkingar gæti hæglega
gert meiri skaða en gagn. Hlutverk skólasálfræðingsins
er ekki aðeins að gáfna- og lestrarprófa börnin og reikna
út greindar- og lestrarvísitölur, vandasamasta og mikil-
vægasta starf hans er að v&ra sálusorgari og trúnaðar-
maður þeirra, sem á einhvern hátt hafa misstigið sig í líf-
inu eða eru að eðlisfari eitthvað afbrigðilegir.
Þeirri kenningu hefur verið haldið fram af einstaka
læknum, að lestrarörðugleikar væru arfgengir og stöfuðu
af afbrigðum í taugakerfinu sjálfu. Á þessu stigi málsins
er ókleift að segja neitt ákveðið um, hvort þessi kenn-
ing hefur eitthvað til síns máls eða ekki, þar eð enginn
hefur getað bent á, í hverju þessi afbrigði væru fólgin, og
meðan það er ekki hægt, verða þau heldur ekki læknuð.
Eitt mikið ógagn hefur þessi kenning samt gert, formæl-
endur hennar og með þeim fjöldi manna, sem tala af sömu
þekkingu og blindur maður um liti, hafa innleitt orðið les-
blindu eða orðblindu í stað hins eina rétta, nefnilega lestr-
arörðugleika. Orðið lesblinda eða orðblinda er hættulegt
orð, því að í því felst í raun og veru, að lestrarörðugleik-
arnir séu líkamlegs eðlis og verði þá væntanlega ekki
yfirunnir. Að þokukennd hugsun hefur staðið að mynd-