Menntamál - 01.08.1957, Qupperneq 88
182
MENNTAMÁL
un orðsins sannar sú staðreynd, að börn, sem eiga við
lestrarörðugleika að stríða, eru alls ekki blind á samstöf-
ur og orð, en þau eiga bara erfiðara með að greina orðin
og samhengi þeirra en almennt gerist. Með því að nota
orðið lesblinda er verið að smeygja því inn í hugi fjöld-
ans, að börnin geti þrátt fyrir fulla sjón verið blind á
þau tákn, sem þeim er nauðsynlegt að læra til þess að verða
læs. Það segir sig sjálft, hvílík áhrif það hlýtur að hafa
á lítið barn, sem á við lestrarörðugleika að etja, ef allir,
sem það telur forsjón sína í þessum málum, segja því, að
það sé orðblint eða lesblint. Má því segja, að þeir, sem nota
þetta orð í ræðu eða riti, séu vísvitandi eða af fávizku að
grafa undan öryggi þeirra barna, sem sízt mega mikið
missa í þessu efni. Félag danskra skólasálfræðinga hefur
nýlega samþykkt, að enginn skólasálfræðingur skuli nota
orðið lesblinda eða orðblinda, og samtímis var því beint
til allra, sem við kennslumál fást, að forðast þetta orð, en
nota í þess stað lestrarörðugleika.
í þessu stutta erindi hef ég vitanlega ekki getað skýrt
frá öllu því margþætta starfi, sem unnið er á skólasál-
fræðiskrifstofum, þar sem þær hafa komizt í fastar skorð-
ur, en ég vona, að þessi fáu orð megi vekja einhverja til
umhugsunar á vandamálum þeirra barna, sem helzt þurfa
á drengilegri aðstoð kennara og sálfræðinga að halda.
Starf þessara tveggja stétta er svo nátengt, að hvorug
getur án hinnar verið, ef málefni smælingjanna eiga ekki
að reka á reiðanum.