Menntamál - 01.02.1975, Side 7

Menntamál - 01.02.1975, Side 7
ERU KENNARAR EINMANA ? í Svíþjóð hefur nýlega komið út bók, sem nefnist „Arbetets mening?“ Höfundur hennar er sænskur blaðamaður, Lage Johansson. Bókin fjallar um könnun hans á vinnuaðstöðu sex starfs- stétta. Þ.e. hjúkrunarfólks, kennara, verkstjóra, lögreglumanna, iðnaðarmanna og farmanna. Höfundur leggur áherslu á að vinnan sé mikilsverður hluti af lífi fólks og hafi afgerandi áhrif á lífsviðhorfíð í heild. Sé miðað við aðrar atvinnustéttir eru kennararnir einmana og einangraðir bæði sem stétt og einstaklingar. Þetta er mikið vandamál, segir Lage Johansson. Hann álítur einnig að kennarar engu síður en nemendur eigi að njóta þjónustu sálfræðinga og ráðgjafa í skólastarfínu. Hér á eftir fer stutt viðtal við höfund bókarinnar um starf kennara, sem birtist í tímaritinu Fackláreren nr. 19.1975. Spurning: í bók þinni: „Arbetets mening“ kemur fram, í þeim þætti, sem fjallar um kennara, að þeir finni ekki mik- inn tilgang í starfi sínu. Hefur þú hug- mynd um hvernig á þessu stendur? Svar: Það er auðvitað ekki hægt að svara fyrir sérhvern kennara. En hjá þeim kennurum, sem ég ræddi við kom fram mikill munur á því, sem þeir í fyrstu bjuggust við að starfið fæli í sér og svo hinu, sem seinna kom í ljós. Margir kennarar halda því fram að sú menntun sem þeir fá eigi ekki við það starf sem þeir síðar stunda. í skólastarfinu er það ekki „kennslu"- hlutverkið sem allt starfið byggist á. í sívaxandi mæli þarf kennarinn að fást við ýmis samfélagsleg vandamál, sem nemandinn á við að etja. Margir kennarar álíta að þeir hafi ekki nægi- lega þekkingu til að fjalla um þessi vandamál. Ég álít þó að margir kenn- arar — en ekki allir — hafi áhuga á að starfa mun meira á samfélagssvið- inu ef þeir ættu kost á þeirri menntun sem nauðsynleg er. Spurning: Skólinn hefur tvennu hlutverki að gegna. Hann kennir nemendum sam- MENNTAMÁL 5

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.