Menntamál - 01.02.1975, Page 29

Menntamál - 01.02.1975, Page 29
fræðslumálastjóri sýndi málinu áhuga og velvild, þótt formlega reyndist ókleift að ráða starfsmann ódulbúið til sálfræðistarfa á vegum fræðsluyfir- valda. Tók marga mánuði að koma saman setn- ingarbréfi, er þætti hættulaust fordæmis vegna. Kópavogur hafði verið hluti af Seltjarnarnes- hreppi, en varð sjálfstætt hreppsfélag 1949. Byggðin var mjög dreifð og frumbýlingsbragur á flestu. íbúum staðarins fjölgaði þó ört á árunum eftir seinni heimstyrjöldina einkum var mikið aðstreymi af ungu fólki, sem var að byrja búskap og reyndi sjálft að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Börnum á skólaaldri fjölgaði því hratt og bygging skóla- húsnæðis var eitt brýnasta og jafnframt kostnaðar- samasta verkefni hins unga hreppsfélags. Kópa- vogsskóli var eini skóli byggðarinnar á þessum árum og þar fór fram öll kennsla á skyldustigi, þar til Kársnesskóli tók til starfa eftir áramót 1957. Gagnfræðaskóli Kópavogs var ekki stofnaður fyrr en haustið 1960. Var hann fyrst til húsa 1 Kópavogs- skóla, en flutti í eigin skólahús í febrúar 1961. Kópavogshreppur var gerður að kaupstað 1955. Finnbogi R. Valdemarsson, sem verið hafði helsti forsvarsmaður Kópavogs frá stofnun hreppsfélags- ins, varð þá bæjarstjóri, en Hulda Jakobsdóttir var formaður fræðsluráðs. Þeim tveim var það án alls efa mest að þakka eða kenna, að undirritaður var ráðinn að skólunum. Ekki má þó gleyma hlut Frímanns Jónassonar, sem þá var skólastjóri Kópavogsskóla. Mig undrar það satt að segja stórlega, þegar ég lít til baka, að hann skyldi taka í mál að bæta manni til þessara verka inn í skóla, sem var margsetinn og yfirfullur af nemendum frá 7 til 15 ára aldurs. Mér var ætlaður vinnustaður í heilsugæslu- herberginu. Þá var hjúkrunarkona skólans Hall- dóra Guðmundsdóttir, en skólalæknir Brynjólfur Dagsson og Haukur heitinn Helgason húsvörður. Sýndu þau mikla tillitssemi við þennan óreynda sambýlismann. Óljóst minnir mig, að ég hefði af og til afdrep í fleiri vistarverum í kjallara hússins, en ef allt um þraut, þá sat ég á kennarastofu og „hélt mönnum uppi á snakki" um landsins gagn og nauðsynjar. — Kársnesskóli var eins og áður sagði 1 smíðum um þessar mundir (kennsla hófst í skólanum 22. febr. 1957) og þar voru tvö herbergi ætluð til sérkennslu. Varð að ráði, að ég fengi annað herbergið fyrir vinnustofu, en í hinu var kennt fámennum hópi námstregra nemenda. Hafði ég síðan bækistöð í Kársnesskóla alla tíð meðan ég vann sem ráðgjafi við Kópavogsskólana eða til haustsins 1960. Jafn- framt hafði ég áfram vinnuaðstöðu í heilsugæslu- herbergi Kópavogsskóla, þegar ég sinnti verkefnum í þeim skóla. Það var sérstakt lán fyrir mig, að Gunnar Guðmundsson, sem verið hefur skólastjóri Kárs- nesskóla frá upphafi, varð nánasti samstarfsmaður minn og hinn drengilegasti stuðningsmaður í hví- vetna. Sýndi hann, svo og allir kennarar skólans, að ógleymdum húsverði Óskari Eggertssyni, mér persónulega og mínum undarlegu vinnubrögðum jafnan mikið umburðarlyndi, þótt þeim hafi vafa- lítið þótt harla lítið lið að mér í daglegum vanda. Þegar ég horfi um öxl, þykir mér sennilegt, að meginárangur af starfi mínu sem ráðgjafa við skólana í Kópavogi á árunum 1956-60 verði talinn sá, að sanna raunhæfri reynslu, að skólasálfræð- ingar og kennarar, að ógleymdum foreldrum og nemendum, geta átt vandræðalaus og vinsamleg samskipti. Gagnsemi ráðgjafarstarfsins að öðru leyti skal látin liggja milli hluta. Ég tel skylt og viðeigandi, að þetta komi fram, þar eð það segir sína sögu um viðhorf skólastjóra og kennara til þessara mála og raunar mannlegra samskipta af þeirra hálfu yfirleitt. Ég hygg einnig rétt, sem ég hef raunar heyrt haldið fram, að sú reynsla, sem fékkst af samstarfi þessara aðila, hafi ýtt undir, að skriður komst á sálfræðiþjónustumálið í höfuð- borginni. En svo hægfara er þróunin, að það er ekki fyrr en á nýliðnu ári, 1974, að sálfræðiráðgjöf í skólum var fest í lögum. Sú stefna var strax í upphafi mörkuð í samráði við skólastjóra og kennara í Kópavogi, að skóla- sálfræðingurinn skyldi beina starfskröftum sínum mestmegnis að yngri árgöngum skólans, byrjenda- kennslunni, og varnaðarstarfi yfirleitt. Vissulega skyldi greina vandamál eldri nemenda, og reyna að bæta þar eitthvað úr, en okkur var ljóst, að hvorki skólasálfræðingurinn né kennara- lið skólans réði yfir nægum úrræðum að ráða veru- lega bót á náms- og hegðunarvanda, sem þróast hafði árum saman. Að vísu var nokkuð reynt í þessu efni og bar — að ég held — stundum einhvern árangur. En megináherslan var lögð á aðstoð við yngri nemendur og kennara þeirra. A þessum árum hafði skólaþroskahugtakið kom- ist í orðræður manna, einnig hér úti á íslandi. MENNTAMÁL 27

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.