Menntamál - 01.02.1975, Síða 38

Menntamál - 01.02.1975, Síða 38
BOKAHORN MENNTAMALA Hér í „Bókahorninu''4 verður bent á bækur, innlendar og erlendar, sem kennarar og annað skólafólk hefði ef til vill áhuga á að lesa. Ef viðkomandi bók er til á bóka- söfnum verður á það bent og alltaf verður gefínn upp útgefandi, útgáfustaður og út- gáfuár. Engin sérstök regla verður viðhöfð um val bóka sem bent verður á. Ábendingar frá lesendum eru vel þegnar og þarf stutt lýsing á efni bókanna að fylgja með. Ritstjóri. STÆRÐFRÆÐIBLÖÐ OG BÆKUR í nærliggjandi löndum eru gefín út nokkur tíma- rit fyrir stærðfræðikennara í grunnskólum. Það timaritið, sem íslenskir kennarar geta að líkindum sótt beinastan fróðleik og hugmyndir í, er danska tímaritið MATEMATIK, sem gefið hefur verið út af Danmarks Matematiklærerforening s.l. 3 ár. MATEMATIK flytur greinar um ýmis efni tengd stærðfræðikennslu, kynningar á námsefni og hjálp- argögnum skoðanaskipti kennara og síðast en ekki síst hugmyndir, sem kennarar geta notað beint í starfi sínu. Tímaritið kemur út 8 sinnum á ári og kostar áskrift d. kr. 75,00. Tímaritið er keypt til Bókasafns Kennaraháskóla íslands, þar sem það liggur frammi fyrir kennara eins og kennaranema, en auðvitað gætu stærri skólar keypt áskrift að því. Af bókum, sem rétt er að mæla með fyrir stærð- fræðikennara, vil ég hér nefna tvær, sem báðar fjalla um stærðfræðikennslu, fremur en að vera fræðilegar kennslubækur i greininni. Önnur bókin heitir Mathematics in Primary Schools og er gefin út af Her Majestys Stationery Office, 49 High Holborn, London W.C. 1 árið 1969, en hin er The teaching of mathematics in secondary schools, sem kom út hjá The University Press, Bentley House, 200 Euston Road, London NWl 2DB árið 1973. Um báðar bækur gildir, að þær fjalla um stærðfræðikennslu á mjög breiðum grundvelli, val námsefnis, notkun hjálpargagna, tengsl við aðrar greinar og fleira það er kemur náminu við. í fyrri bókinni er að auki fjöldi skýringamynda og myndir af nemendum og kennurum í starfi við hin mismunandi viðfangsefni. Að lokum nefni ég bókaflokk, sem ætlaður er til sjálfstæðra athugana nemenda á aldrinum 11-14 ára. Þessar bækur má að sjálfsögðu kaupa fyrir bókasöfn skólanna og getur verið um samvinnu við tungumálakennara að ræða, þar eð bækurnar eru MENNTAMÁL 36 á dönsku. Einnig má hugsa sér að kennari noti bækurnar sem hugmyndagjafa að framsetningu og verkefnum. Bókaflokkurinn heitir Matematik pá egen hánd og er gefin út hjá Gyldendal. í flokknum voru þegar komnar út haustið 1975 eftirtaldar bækur: Symmetri, Cirkler og andre kurver, Tal- monstre og Statistikkens verden. (A. K.) HANDBÆKUR FYRIR LÍFFRÆÐIKENNARA Morholt, Brandwein, Joseph: A Sourcebook for the Biological Sciences, 2. útg. 1966. Útg.: Harcourt, Brace & World Inc. Þetta er nær 800 síðna myndskreytt bók um tilraunir sem hægt er að gera í tilraunastofum skóla. Tilraunirnar ná til dýrafræði, grasafræði, frumu- fræði, efnaskipta, vaxtar, þróunar, erfðafræði og atferli dýra. Flestum tilraununum fylgja fræðilegir kaflar um viðkomandi svið líffræðinnar. í bókinni eru lika ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að halda algengum lífverum úr umhverfinu lifandi í skólastofu. BSCS, Biology Teachers Handbook, 2. útg., 1970. Útg.: John Wiley and Sons, Inc. 692 bls. Þessi handbók er sérstaklega samin handa þeim kennurum sem kenna líffræðinámsefni frá banda- rísku námsefnisstofnuninni, The Biological Sci- ences Curriculum Study, en allir líffræðikennarar geta haft not af henni. Bókin lýsir formgerð líf- fræðinnar og leggur áherzlu á þá hlið líffræðinnar sem snýr að þekkingarleit. Með fjöldamörgum dæmum er sýnt hvernig kennarar geta laðað nem- endur til virkrar þekkingarleitar í náminu, bæði í umræðu og með athugunum og tilraunum. í bók- inni er fjallað um markmið líffræðináms og náms- mat í ljósi þess að líffræðinámið sé þekkingarleit. (R. B.)

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.