Menntamál - 01.02.1975, Síða 41
UPPLÝSINGAR FRÁ
KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS
UM KENNARANÁMSKEIÐ 1976
A. ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Á vegum Kennaraháskóla íslands verður efnt til
námskeiða fyrir kennara næsta sumar og verður
hér gerð nokkur grein fyrir þeim.
1. Tilhögun námskeiða.
Öll námskeið hefjast kl. 9 árdegis þann dag sem
auglýst er að námskeið byrji. Þau eru miðuð við
fullan starfsdag þátttakenda meðan þau standa.
2. Námsstig fá kennarar reiknuð fyrir þátttöku í
námskeiðum samkvæmt gildandi kjarasamningum
frá 1974 milli fjármálaráðherra og kennarasam-
taka. Hver heil námskeiðsvika er metin á 1| stig.
Vottorð um þátttöku og þar með námsstig fá þeir
sem mætt hafa í 80% kennslustunda hið minnsta,
og hafa skilað tilskildum úrlausnum og vinnu á
námskeiðinu. Sama regla gildir um greiðslu ferða-
og dvalarkostnaðar.
3. Námskeiðskostnaður.
Innritunargjalder kr. 1000 fyrir hverja námsgrein
og skal senda það með umsókn. Það er endurkræft
ef umsækjandi tilkynnir forföll mánuði áður en
námskeið hefst.
Feróa- og dvalarkostnaóur.
Heimilt er að greiða föstum kennurum (settum
eða skipuðum), sem sækja námskeið í meir en 25
km fjarlægð frá heimili sínu, fargjöld og § hluta
af dagpeningum þeim sem ríkisstarfsmenn fá á
ferðalögum innanlands (sbr. reglur þar um). Dag-
peningagreiðslur falla niður ef kennurum er séð
fyrir gistingu og fæði á námskeiðsstað.
4. Umsókn um námskeið skal senda á sérstöku
umsóknareyðublaði sem hér fylgir. Aðeins skal
sækja um eitt námskeið á hverju eyðublaði.
Umsóknarfrestur er til: 10. apríl fyrir námskeið
í júní og 10. maí fyrir námskeið í ágúst nema annað
sé tekið fram.
Athygli skal vakin á að umsókn er ekki tekin til
greina nema hún sé skrifleg, og hún veitir ekki rétt
til þátttöku í námskeiði fyrr en jákvætt svar berst
frá endurmenntunarstjóra.
Ef ekki hafa borist nógu margar umsóknir um
námskeið þegar umsóknarfrestur rennur út, verður
það fellt niður og umsækjendur látnir vita.
Umsóknir skal senda til Kennaraháskóla íslands,
merktar „Námskeið“.
B. UPPLÝSINGAR UM EINSTÖK NÁMSKEIÐ
OG NÁMSKEIÐSFLOKKA
I. íslenska
1.1 Námskeið í málvísi fyrir kennara 7.—9. bekkjar
1.—5. júní.
Staður: Kennaraháskóli íslands.
Umsjón: Guðmundur Kristmundsson æfinga-
kennari.
Aðalkennari: Indriði Gíslason lektor.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 50.
Viðfangsefni: Kynnt verður nýtt námsefni í mál-
vísi (málfræði, setningafræði, merkingafræði) handa
7., 8. og 9. bekk. Stafsetningarkennsla verður einnig
til umræðu.
Námskeiðið er ætlað kennurum, sem ekki hafa
sótt málvísinámskeið áður. öðrum er þó heimil
þátttaka eftir því sem rúm leyfír.
Athygli skal vakin á því að á íslenskunámskeiði
(1.2) á Stórutjörnum (sem ætlað er kennurum 4,-
9. bekkjar) verður einnig þáttur um málvísi.
1.2. Námskeið fyrir kennara 4.—9. bekkjar 10.—
16. júní.
Staður: Stórutjarnaskóli S.-Þing.
Umsjón: Ásgeir Björnsson og Indriði Gíslason
lektorar við Kennaraháskóla íslands.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 30.
Viðfangsefni: Bókmenntir og framsögn. Mál-
notkun og málvísi. Einkum verður unnið í smáum
starfshópum að sérgreindum viðfangsefnum þar
MENNTAMÁL
39