Menntamál - 01.02.1975, Side 45

Menntamál - 01.02.1975, Side 45
Markmið: Kynna kennurum, sem starfa við eða munu taka að sér störf við skólasöfn, helstu grund- vallaratriði í stjórnun og skipulagi safnanna. Megin- áhersla verður lögð á hinn kennslufræðilega þátt. Viðfangsefni: 1. Markrnið skólasafna. 2. Löggjöf varðandi skólasöfn. Skólasöfn erlend- is (Norðurlönd). 3. Deildir skólasafna. 4. Flokkun og skráning bóka og nýsigagna. 5. Barnabókmenntir. 6. Starfsemi skólasafna. 7. Nýsigögn og kennslutæki. 8. Innrétting skólasafna. 9. Hópvinna á skólasöfnum að kennslufræði- legum verkefnum. Þátttakendur skili þeim verk- efnum í lok námskeiðsins. Reynt hefur verið að fá leiðbeinanda frá Danmörku, en svar hefur ekki borist enn og þess vegna er ekki hægt að tímasetja námskeiðið nákvæmlega. Það verður þó í júní. XI. Umferðarfræðsla 11.1. Námskeið fyrir kennara 1.—6. bekkjar 24.— 27. ágúst. Staður: Laugarvatn. Umsjón: Guðmundur Þorsteinsson. Námskeiðið er ætlað kennurum 1.-6. bekkjar, einnig fóstrum og lögregluþjónum sem starfa við umferðarfræðslu. Viðfangsefni: 1. Skipulag umferðarfræðslu. 2. Umferðarlög — reglur. 3. Umferðarsálarfræði. 4. Barnið (á forskólaaldri) í umferðinni. 5. Notkun kennslutækja og kvikmynda. 6. Vettvangsathugun, vandamál barnsins í um- ferðinni. 7. Reiðhjólaþrautir og verklegar æfíngar. XII. Heimilisfræði 12.1. Námskeið fyrir hússtjórnarkennara 16.—21. ágúst. Staður: Kennaraháskóli íslands. Umsjón: Halldóra Eggertsdóttir og Anna Gísla- dóttir. Viðfangsefni: 1. Kynning á nýrri námskrá og umræður um kennsluaðferðir, námsmat o.fl. 2. Matvælafræði. XIII. Sjóvinnunámskeið Staður: Sjómannaskólinn Reykjavík. Umsjón: Hörður Þorsteinsson og Pétur Ólafsson. 13.1 Byrjendanámskeið 16. ágúst — 3. september. Kennd verða undirstöðuatriði til kennslu í verk- legri sjóvinnu í gagnfræðaskólum. 13.2. Framhaldsnámskeið 16.—25. ágúst. Námskeiðið er ætlað þeim kennurum sem hafa sótt byrjendanámskeið áður. Kennd verða undir- stöðuatriði í siglingafræði. XIV. Tónmennt 14.1. Námskeið í tónmennt fyrir kennara grunn- skólans 18.—27. ágúst. Staður: Tónlistarskólinn í Reykjavík. Umsjón: Guðmundur Guðbrandsson. Hér er um að ræða áfanga í lengri áætlun um endurmenntun tónmenntarkennara. Þátttaka í slík- um námskeiðum er skilyrði fyrir því að kennarar fái nýtt námsefni til notkunar. Því er ekki síst mikil- vægt að ná til sem flestra kennara sem ekki hafa áður komið á tónmenntarnámskeið. Námskeiðið er ætlað: 1. Kennurum sem ekki eru sérmenntaðir tón- menntarkennarar en starfa þó við kennslu í þeirri grein. Hér er einkum átt við kennara utan af landi, bæði almenna kennara, söngstjóra, organista og aðra hljóðfærakennara sem stunda eða munu stunda tónmenntarkennslu í skyldunámsskólum. 2. Starfandi tónmenntarkennurum með sér- kennsluréttindi. Kennt verður virka daga kl. 9-12 og 14-17 og laugardaginn til hádegis. Viófangsefni verða að öllum líkindum sem hér segir: 1. Söng- og tónheyrnaþjálfun. Kennari: Anna Hamvas. 2. Kynning á námsefni og þjálfun í meðferð þess og kennslu: a) nýtt námsefni fyrir 4. bekk. b) áður útkomið námsefni 1.-3. bekkjar fyrir þá kennara sem ekki hafa kynnst því. 3. Blokkflautuleikur. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu. Einnig verður um byrjendakennslu að ræða. Þátttakendur eru minntir á að hafa með sér sópranflautu (C-flautu) eða kaupa hana í Reykjavík við upphaf námskeiðs. 4. Kórsöngur í 1-2 hópum. Kynning á kórbók- MENNTAMÁL 43

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.