Vorið - 01.03.1953, Síða 34
30
V O R I Ð
ar að nota endurheimt frelsi til
lilaupa á ný. Hann arkaði suður í
llag og lagðist í lilýja moldina. Við
sáum Dúllu ekki, ‘hugðum hana í
hvarfi við bæinn, en vildum þó vita
til hlýtar, hvar hún væri. Skyggnd-
umst við því kringum bæinn, en
þar var engin Dúlla. Er þá ekki að
orðlengja það, að leitin var þegar
hafin, á öllum óhugsanlegum sem
hugsanlegum stöðum, innan girð-
ingar. En þegar það bar ekki árang-
ur, lögðum við Dolla, systir mín, af
stað út fyrir túngirðinguna. Leituð-
um við síðan allt út til merkja.
Kálfinn fundum við ekki, en tcimdu
heimaliestana sáum við út við
merki. Leitt þcitti okkur að skilja þá
eftir Jjar og fara algjörlega fýluför.
F.n ekki höfðum við snæri, því síð-
ur beizli. Stóðum við þarna í ráða-
leysi nokkrarstund. Ósjálfrátt litum
við báðar til fjalls. Sáum við þar
mann, dökkklæddan, er skundaði
á brattann. Þóttumst við þekkja
bróður okkar. Undruðumst við
háttalag hans og tókum að kalla til
hans, hátt og snjallt, en liann svar-
aði engu og jók skriðinn. Hugðum
við hann æran orðinn og orguðum,
svo að yfir tók fjöllin, en hann lét
sem ekkert væri.
Skyndilega sneri hann við og kom
ofan eftir og stefndi til okkar. Þegar
hann átti skammt eftir ófarið, tók-
um við að grennslast eftir hátterni
hans og fengum þá loks svar. Köll
okkar hafði hann heyrt, eins og við
reyndar vissum, en þúst nokkra
hafði hann séð og álitið kálfinn.
Hafði hann síðan stefnt Jrangað, en
ekki viljað svara, fyrri en hann vissi
hið rétta. En er hann kom nær Jrúst-
inni, sá hann að þetta var aðeins
steinn með fugladriti.
En til allrar hamingju hafði
bróðir okkar þó snæri á sér. Hnýtt-
um við því upp í einn hestinn. Reið
ég síðan á honum Jieim að túngirð-
ingu og rak hina hestana.Þar sleppti
ég Jjeim og hóf leitina að nýju suð-
ur að afréttargarðinum. En engan
kálf bar fyrir augu mín í þeirri för.
Sneri ég því iit á við aftur og mætti
systkinum mínum. Höfðu þau
einskis orðið vísari. Héldum við þvi
heim við svo búið.
Þegar við höfðum fengið okkm'
hressingu, æddum við meðfrani
ánni, sem var í flóði, ef vera kynm
að Dúlla hefði álpast út í og hana
síðan rekið dauða að landi. En, sem
betur fór, var hana ekki þar að
finna. Þegar leitinni loks lauk, var
kominn fjósatími, dregið fyrir sól-
ina og farið að kólna til muna.
Hugsuðum við þá einu sinni enn til
aumingja Dúllu litlu, sem enginn
vissi hvar var niður komin. Kom
okkur þá til hugar, að ef til vill
hefði hún ranglað frarn á afrétt.
Ráðgerðum við að leita hennar þav
að morgni, en þá um kveldið var
þess enginn kostur, þar eð við höfð-
um næstum því gengið sólana sund-
ur. En Jregar við vorum að skegg'