Vorið - 01.03.1963, Side 17

Vorið - 01.03.1963, Side 17
EDISON '.......... -■■■ ■■«3T«iaiirwmiiim muvia, tuibun. Hefur útgefandi, Bókoútgófan Setberg, góðfúslego veitt leyfi til a3 birta honn hér í Vorinu. ALLT ÞARF HANN AÐ VITA. Thomas Alva Edison er fæddur í smábænum Milan í Ohio 11. febrúar árið 1847. Það fyrsta, sem um hann var sagt, spáði ekki góðu. Læknirinn hvíslaði að föður hans, Samúel Edison, svo að lítið har á: „Það er allt of stórt höfuðið á drengnum. — Alltof stórt. — Það er hætt við, að heilinn sé ekki rétt skap- aður. Mér lízt ekki á það.“ Og læknirinn kvaddi og fór. Hann hafði gert skyldu sína. Þessi orð læknisins bárust út smátt °g smátt, og þegar drengurinn stálpað- ist, virtist mörgum, að spáin ætlaði að faetast. Þeirn var sannarlega vorkunn, vesalings foreldrunum. Það leyndi sér ekki, að höfuðið á Wninu var óþarflega og óhæfilega stórt. — Það sáu allir. Og hárið — ekki tók þar betra við. Ekki var það hrokkið, og ekki var hægt að skipta því og greiða það slétt. Það stóð beint út í loftið, hvernig, sem með það var farið. I3að leit út fyrir, að þetta yrði vand- fffiðabarn. A-Hir þekktu forvitni hans. Allt þurfti hann að vita, bæði í jörðu og á. Það var víst enginn í öllu fylkinu jafnspurull og hann. Og þeir voru margir, sem gáf- ust algerlega upp við að svara þessum eilífu spurningum hans. Þeim rigndi niður jafnt og þétt: „Af hverju?“ „Af hverju?“ „Af hverju?“ Þetta endaði alltaf með því, að sá, sem spurður var, komst í mát og svar- aði reiðilega: „Ég veit það ekki.“ En þá hnyklaði Alva brýnnar, horfði hugsandi út í loftið, greip litlu hendinni upp í hárlubbann og sagði hægt og ró- lega: „Af hverju veiztu það ekki?“ Svona var Alva. Ln liann lét sér ekki nægja að spyrja. Hann vildi líka athuga sjálfur, rann- saka og reyna alla hluti, því að allt vildi hann vita og skilja til fulls. Hann var ekki hár í loftinu, þegar liann byrjaði rannsóknarferðir sínar um allan bæinn og umhverfi hans. Hann fann bátasmíðastöðina, og þar var margt og mikið að athuga. Og hann VORIÐ 13

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.