Vorið - 01.06.1966, Page 31

Vorið - 01.06.1966, Page 31
nierkilegt, að þau skyldu verða svo stór þó að þau yxu upp í þessu litla húsi. Allt var hér öðruvísi, þegar Yallna- þorp fékk leyfi til að virkja Bjarnar- íossinn og keypti landið í kringum Stíflu. Þá var byggð miklu stærri og óflugri stífla en áður. Hér var reist raf- orkuver, og hinn tryllti foss lokaður inni 1 víðum rörum. Þetta starf tók nokkur ar5 og á meðan matreiddi Anna fyrir storan vinnuflokk, en þeir Lúðvík og faðir hans unnu við virkjunina. Þetta allt hefur Áka ver.ið sagt. Það var þá, sem Lúðvík frændi varð fyrir slysi, og missti annað augað. Sjálfur er hann fáorður um þennan atburð. '—■ Ef þessi litla steinflís hefði ekki komið í augað á mér, þá hefðu hvorki Anna né ég verið hér nú, segir hann. Og ekki heldur þú, Áki, bætir hann við. A vissan hátt er þetta rétt, því að ráða- roonnum virkjunarinnar féll slysið illa °g réðu hann þess vegna sem vörð við stífluna og eftirlitsmann við virkjunina, þegar verkinu var lokið. Þeir byggðu stærra fjós og fallegt íbúðarhús handa honum og Önnu og bæði hús og jörð mattu þau nota eins og það væri þeirra eigin eign. Á vissan hátt er Lúðvík frændi ánægður með tilveruna og brosir til allra með heilbrigða auganu. En gerviaugað breytir honum þó talsvert. Einkum er óhugnanlegt þegar skuggsýnt er, hvernig það starir kuldalega á mann, þess vegna finnst Áka allt vera betra en að missa augað. Þau eru enn á fótum, þegar hann kem- ur mn í stofuna. Hann skilur, að þau hafa beðið lengi eftir honum, en þau segja ekki neitt. Nei, Anna frænka og Lúðvík eru aldrei með neinar aðfinnslur við hann. Það mega þau eiga. Anna er að prjóna sokk. Það gerir hún alltaf, þegar hún hefur ekki annað að gera. Prjónarnir dansa í höndunum á henni, án þess að hún líti á þá. Ótelj- andi kvöld hefur hún setið þannig og prjónað sokka, kinkað kolli, lygnt aftur augunum og lyft hægri öxlinni. — Ef þetta allt væri einn sokkur, hugsaði Áki, mundi hann ná í kringum öll húsin í Stíflu, ef til vill í kringum allt Bjarnar- vatnið. Það mundi verða svo stór sokk- ur að hann gæti náð utan um livern ein- asta íbúa í Bjarnardalnum! Á einum veggnum hangir stór mynd af föður hans. Hann er þar í einkennis- búningi, og hún er tekin rétt áður en hann fór til Norður-Noregs, þar sem hann féll í stríðinu, árið eftir að Áki fæddist. Við hliðina á henni hékk önnur minni mynd af móður hans. Áki getur ekki munað eftir þeim, hvorugu þeirra. En faðir hans var hár og sterkbyggður. Þrótturinn geislar af honum á myndinni. Andlitsdrættirnir eru góðlegir eins og á Önnu. En þegar hún eða Lúðvík segja frá honum, verða augun skörp og hann strangur á svip- inn. Það er eins og hann komi á móti mönnum og sé aðeins hinn harðgeri her- maður. En mamma er svo lítil og grönn á myndinni. Myndin segir lítið um and- litsfall hennar annað en að hún er mjög fölleit. Hún sýnist lítilfjörleg við hlið- ina á föður hans. Áki man vel, þegar Anna sagði lionum frá henni. — Hún VORIÐ 77

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.