Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 11
það brást alltaf og einnig nú, þrátt fyr- ir eindregin meðmæli móður hans. Hann var svona mikið barn. Hann lét sig alltaf dreyma um, að pabbi kæmi inn til hans einhvern morguninn með reiðhjólið og segði við hann nokkur hlýleg orð um leið. En það gerðist ekk- ert þennan dag, sem hann kom heim með einkunnablaðið sitt. Faðir hans var í stofunni, þegar hann kom heim. Hann sagði ekkert, er hann hafði litið á einkunnirnar, en ávítaði hann heldur ekki. Orri staðnæmdist ekkert frekar í stofunni. Hann langaði til að pabbi hans segði honum, að þetta gerði ekkert til. En þetta gerði faðir hans ekki. Hann sagði því síður, að honum þætti jafn vænt um hann þrátt fyrir þessar lágu einkunnir. En þetta lét hann einnig ósagt. Orri gekk því upp á herbergi sitt, lagðist upp í rúm og breiddi sængina upp fyrir höfuð. Hann grét ekki, en það var einhver þungur kökkur í hálsinum á honum. Mamma hans kom inn litlu síðar og ætlaði að tala við hann, en hún hélt, að hann væri sofandi og sagði því ekkert við hann, en gekk aftur út úr herberginu. Hún ætlaði að tala við hann seinna. Um kvöldið kom Orri niður að borða, en talaði lítið og svaraði aðeins með eins atkvæðis orðum, ef á hann var yrt. Faðir hans reyndi að vera glaðlegur, en honum tókst ekki að koma af stað neinu samtali, hvorki við Orra né móð- ur hans. Honum leið einhvern veginn ekki vel. Hafði hann gert rangt? Hafði hann verið ósanngjarn? Hafði hann gert of miklar kröfur til Orra? Það væri kannski ekki rétt að segja, að Gunnar hefði haft samvizkubit, en honum leið samt ekki vel. Það var eitthvað, sem hann var ekki ánægður með. Hann vissi ekki vel, hvað það var. Eftir kvöldmatinn gekk Orri út til kunningja sinna. Hann hafði ekki áhuga á að leika sér að þessu sinni. Það var i bili eins og öll gleði væri frá honum tekin. Þetta var þó glaður og elskuleg- ur drengur, en ákaflega tilfinningarík- ur, blíðlyndur og saklaus. Hann lék sér þó litla stund með kunningjum sínum, en gekk síðan niður að höfninni og fór að renna færi framan við bryggjuhaus- inn. Það þótti spennandi leikur og undu margir drengir við það tímum saman, þótt þeir fengju sjaldan annað en mar- hnúta, sem þeir slepptu í sjóinn aftur. Þegar þessi veiðimennska stóð sem hæst, heyrðist allt í einu skerandi hljóð framan af bryggjunni og Orri, sem var freinstur á bryggjunni hljóp samstundis fram á bryggjuhausinn. Hann kom nógu snemma til að sjá lítinn dreng, á að gizka 6 ára, falla í sjóinn. Orri var vel syndur. Hann klæddi sig úr jakkanum, fleygði af sér skónum og stakk sér í sjóinn þar sem hann sá litla drenginn hverfa. Eftir litla stund skaut drengnum upp. Var Orri þá ekki seinn á sér. Hann náði tökum á dienguum og synti með hann björgunarslund upp með bryggjunni. En þangað liöfðu nú safn- azt margir menn. Þeir höfðu náð í skektu og tekið litla drenginn upp í hana, en síðan upp á bryggjuna. Var þá komið með bíl og drengnum ekið heim VORIÐ 153

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.