Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 22
vatn með. Seinna um daginn ætluSu þau svo aS sjóða æðaregg, þau síðustu seni þau höfSu tekiS með frá Lundey. Þau voru nú algerlega skipreika hér, þar sem þau höfðu misst bátinn og ár- ina og voru því alveg upp á aðra kom- in með björgun. Nú fór nýr vandi að gera vart við sig, sem allt einsetufólk á við að stríða: Hvað áttu þau að taka sér fyrir hend- ur. Iðjuleysið var lítið hetra en þorst- inn. Þau höfðu auðvitað engar bækur, en Einar var nýbúinn að lesa Laxdæla- sögu. Hann bauðst nú til að segja systk- inum sínum hana eftir minni. Því var auðvitað tekið með miklum þökkum. Þeim þótti mikið koma til þessarar frá- sögu hans og hlustuðu á hana með opn- um munni. Tíminn leið nú flj ótt. Þegar að því kom í sögunni, að Kjartan Ólafs- son er að þreyta sund við Ólaf konung Tryggvason í ánni Nið, þykjast börnin heyra flugvéladyn í fjarska, en hvernig sem þau horfðu og horföu, sáu þau enga flugvél. Þetta gaf þeim nýja von, og Laxdæla entist þeim þennan dag all- an, þótt áfram væri lialdið með litlum hvíldum. Þau höfðu nú skoðað eyna alla rækilega, svo að þar var ekkert meira að sjá. Þegar Dóra ætlaði að fara að sjóða æðareggin seinna um daginn, kom það í Ijós, að olían á prímusnum var þrot- in, svo að það gat ekki verið um neina eldamennsku að ræða. „Getið þið borðað hrá egg, krakk- ar?“ spurði Einar. „Já, við höfum oft sopið úr eggjum, einkum kríueggjum,“ sögðu þau Iiæði, „Jæja, þá súpum við hara úr æðar- eggjunum. Það er ósvikin fæða,“ sagði Einar. „Einu sinni saup ég úr kríueggi, en þegar ég sá, að ungi var kominn í það ætlaði ég að kasta upp,“ sagði Svanur. ; „Já, það er nú ekki lystugt að súpa úr unguðum eggjum, ekki sízt ef ung- arnir eru nú orðnir fiðraðir,“ sagði Dóra. „Hoj, bara!“ sagði Svanur. Þau brutu nú gat á skurnið og supu innihaldiö með góðri lyst. „Hvað eigum við eftir af mat, ráðs- kona?“ spurði Einar. „Við eigum bara þrjár brauðsneiðar eftir, sem við höfum verið að spara og þrjár pysjur,“ sagði Dóra. „Það er all- ur matarforðinn.“ Undir kvöldið heyrðu þau aftur í flugvél, og nú sáu þau hana greinilega. Hún flaug lágt, en svo langt burtu, að það var engin von til að hún yrði þeirra vör, og lo’ks hvarf hún. Þetta urðu þeim mikil vonbrigði. Hvers vegna flaug hún ekki yfir eyna þeirra? Það hafði verið mjög heitt um dag- inn og hæg sunnangola. Veðriö gal ekki verið betra. Það var nú liðið að kvöldi og börnin vissu eiginlega ekki hvernig þessi dagur hafði liðið. Laxdælasaga hafði áreiðanlega stylt daginn mikið. Þegar börnin sálu fyrir utan tjaldið sitt um kvöldið sagði Svanur: „Ef við hefÖum eitthvað til að brenna, hefði verið reynandi að kveikja bál. Það hafa rnenn oft gert undir svona kringumstæðum.“ „Ja, þú segir nokkuð, drengur,“ sagði 164 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.