Vorið - 01.12.1968, Side 38

Vorið - 01.12.1968, Side 38
ÞaS skilur Áki vel. Hinir drengirnir hafa flýtt sér hingað til að ná í öll sæt- in. Og nú eru þeir glaðir og ánægðir. Rauðir í framan af ákafanum Iíta þeir í kringum sig, eins og þeir eigi þetta allt, eins og þeir hafi leyst úr vanda- málunum og komið þessu áfram. — Hann veit hvað er skemmtilegt við svona veizlu: Að taka á móti fólki, selja gosdrykki og kaffi, taka á móti pen- ingum og gefa til baka. Áki hefur hlakkað til þessarar stund- ar. Honum finnst hann vel að því kom- inn, hugsar hann. Hann gengur til Sveins og Agnars eins og til að hjóða þeim hjálp sína. Þeir kinka aðeins kolli, en segja ekkert.Þá reynir hann ekki að hjóða hjálp sína við eldavélina. Fyrst þegar hann er seztur á einn bekkinn, sem þeir hafa búið til, lítur hann til Her- dísar. Hún hefur hvítan kappa yfir hár- inu og litla svuntu framan á sér. Kinn- ar hennar hlómstra eins og tvær rauð- ar rósir. Þegar hann mætir augum hennar, roðnar hann sjálfur, en hún horfir lengi á hann og veifar til hans. — Hann skil- ur hana. — Það er ræðan, sem hún minnir hann á, hina miklu stund, þeg- ar hann á að tala og bjóða alla vel- komna. Þá er ekki hægt að búast við því, að hann selji gosdrykki eða kaffi. Hann hefur veglegra hlutverki að gegna. En því hefur hann gleymt sjálfur. Nokkra stund veit hann ekkert, hvað gerist í kringum hann, því að hann reyn- ir að rifja upp ræðuna, þar til hún er öll ljós fyrir honum. Svo situr hann og bíður eftir einhverju merki, því að ekki getur hann farið að halda ræðu upp úr þurru. Áki situr þarna aleinn. En það er gaman að horfa í kringum sig, þar sem allt gengur af sjálfu sér. Húsið er lítið, og það verður þrengra, við hvern ein- stakan, sem bætist við. — Og hávaðinn eykst. Hann hugsar um sumarkvöldin hér á leikvanginum, og öll þau skipti, sem félagar hans hafa ekið honum hingað og heim aftur. Og hann man eftir hinni raunalegu knattspyrnu á Völlum, sem hann fékk þá til að taka þátt í. Já, félagar hans hafa alltaf sýnt honum velvild, og hann ann þeim þess vel, að þeir skuli vera glaðir í kvöld. — En húsið er mitt verk, hugsar hann allt í einu. — Það var hann, sem skipulagði bygginguna og kom henni af stað. -—- Og svo sjálf Mósléttan, sem Mikael á Mói ætlaði að taka af þeim. — Ef mér hefði ekki tekizt að út- vega peningana, hvar hefðu þau þá ver- ið í kvöld, Hjördís og Sigríður, Sveinn og Agnar og öll hin? Áki sér ömmu sína fyrir sér, þegar hún kemur með peningana. En svo kem- ur Lúðvík frændi til sögunnar — og Anna. Það voru þau, sem höfðu samn- inginn við Mikael á Mói með undir- skrift föður hans. Áka hlýnar við það að hugsa um föður sinn. Hann hafði verið efni- legasti drengurinn hér á Mósléttunni. Hann hafði ferðazt um allt byggðar- lagið og kynnt Bjarnardalinn. Nú er mynd hans og nafn á stórum steini í kirkjugarðinum. Honum átti hann mik- 180 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.