Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 44

Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 44
an. Ég fleygSi mér niður bak við stór- an stein og þorði lengi vel ekki að líta upp. Þetta var gífurleg sprenging, og mikill reykur fylgdi. Málmbrotum rigndi niður umhverfis mig, það var mesta furða, að ég slapp óskaddaður, og þó var ég aðeins nokkra metra frá spreng- ingarstaðnum. Það þeyttist mikið af sprengjubrot- unum heim að skólahúsinu, en vonandi höfðu þau ekki lent í neinu af skóla- börnunum mínum. Það var eins og steini væri létt af hjarta mínu, þegar ég fékk að vita, að svo var ekki. Þau höfðu ekki orðið fyrir neinu slysi. Nú kepptust börnin um að tína saman sprengjubrot- in, og lá jafnvel við slagsmálum út af þeim, Sumir molarnir voru svo heitir, að börnin brenndu sig, þegar þau tóku þá í lófa sína. Ég málti taka eins marga mola og ég vildi. Hér hafði Auðun forustuna eins og venjulega. Hann hafði fundið stóra koparplötu, sem hafði fallið í mýri rétt hjá staðnum, þar sem sprengingin hafði orðið. Annar stærri drengur vildi fá hana, en Auðun bæði klóraði og beit til varnar, svo að hinn varð að láta í minni pokann. Síðan kom Auðun til mín og sagði: „Þetta fann ég. Þetta er stærsta og fallegasta brotið, sem við höfum fund- ið.“ „Þetta hefði nú getað kostað þig líf- ið,“ sagði ég. „Nei, þetta féll niður svo sem einn metra frá mér. Það var engin hætta,“ sagði hann. Ég varð að gefa börnunum frí í hálf- an tíma, svo að þau gætu jafnað sig eftir þennan atburð. Flest notuðu þann tíma til að skiptast á brotum, sem þau höfðu fundið, og var það hin fjörug- asta verzlun. Auðun kom til mín. Hann var svo glaður, að augu hans Ijómuðu. „Ég hef selt koparplötuna mína fyrir eina krónu,1 ‘sagði hann og brosti breiðu brosi. „Ja, þar hefur þú gert góða verzlun,“ sagði ég. „Já, er það ekki?‘ ‘sagði hann. „Þú sérð, að ég er farinn að safna pening- um.“ Það voru menn í vegavinnu norður á eynni. Einn maður úr næstu sveit sá um greiðslur til vegavinnumannanna. Hann kom með launin til verkamann- anna á hverjum laugardegi. Hann hét Ketill frá Flesju og fékkst við marga hluti. Á þessum árum var hátt verð á silfur- refaskinnum, og Ketill var eini maður- inn í byggðarlaginu, sem stundaði silf- urrefaeldi. Hann græddi mikið á því og var af því almennt kallaður Silfur- refurinn. Dag nokkurn kom Ketill með peninga- veski sitt til að greiða verkamönnunum, og Auðun horfði mikið á þennan ó- kunna mann. Ketill var vingj arnlegur að vanda og spurði drenginn, hvað hann héti. Auðun svaraði því greið- lega. „Ég veit, hvað þú heitir,“ sagði Auð- un af sinni venjulegu hreinskilni og 186 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.