Vorið - 01.12.1968, Síða 17

Vorið - 01.12.1968, Síða 17
HVÍTUR DRENGUR í BANDA- RÍKJUNUM Ríkarður er skóladrengur í Ameríku. Hann býr í einbýlishúsi í útjaðri slór- borgarinnar, hann á m'órg systkin og er starfandi skátL Fjölskyldan á tvo bíla, liann getur valið á miUi sex sjón- varpsstöðva, og skóladagur hans hefst með því, að hann syngur þjóðsönginn. Hér verður lýst venjulegum degi þessa skóladrengs frá morgni til kvölds. Þegar Rrkarður Reiter, 9 ára dreng- ur, er vakinn klukkan 7 á hann venju- lega viðburðaríkan dag fyrir höndum. Conny mamma hans vekur hann. Ein- asta vandamálið er hvernig hann kemst yfir allt, sem hann þarf að gera þennan dag. Hver er Ríkarður? spyrð þú. Hér er svarið: Ríkarður er venujlegur hvítur amer- ískur drengur. Sömu venjur og Iiann hafa fjöldi amerískra skóladrengja. Nú veit ég hver næsta spurning þín verður: Eru hættir negradrengjamia aðrir? Því má svara bæði játandi og neitandi, og kannski færðu seinna að heyra um negradreng og getur þá sjálfur dæmt um það. Það sem gerir Ríkarð Reiter að góðu dæmi um venjulegan amerískan dreng er margt, þar á meðal þetta: 1. Ríkarður býr í útjaðri New York — nákvæmlega- eins og millj ónir barna búa í ýrnsuni borgum Ameríku. 2. Ríkarður býr í fallegu, hvítu ein- býlishúsi. Fjöldi svipaðra liúsa er í ná- grenni hans. Þegar bjart er, getur Ríkarður séð frá svölunum brú, sem er langt burtu. Það er Verrazanobroen, sem skip frá Evrópu fara undir áður en þau leggjast í höfninni í New York. 3. Ríkarður á fjögur systkin — stóra systur og þrjá litla bræður. Þetta er einnig venjulegt. í Ameríku er það tal- ið æskilegt að eiga mörg börn. Ef til vill minnist þið þess, að Róbert Kennedy átti 10 börn. Pabbi Ríkarðs vinnur inni í borg- inni, hann fer þangað á litla sportbíln- um (M G) sínum á morgnana. En mamrna fer á stóra bilnum (Buick) til að verzla. Flestar fjölskyldur í þessum borgarhluta eiga tvo bíla, jafnvel þó að það sé ekki efnað. Bílar eru ódýrir í Ameríku. Þeir eru meira en helmingi ódýrari en hér. Ríkarður segir, að mamma sín þurfi sérstakan bíl. Og hann hefur rétt fyrir sér. Þessi borgarhluti heilir Mountain- side (fjallshlíðin). Þarna eru aðeins ibúðarhús, hvít, rauð eða græn, með grænum grasmottum í kring. Þarna eru engar verksmiðjur og heldur engar verzlanir. Það er langt í búðir og þess VORIÐ 159

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.