Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 16
læti. En blööin þurfa að komast til kaupendanna.“ „Ég er svo hræddur um, að ég verði rekinn fyrst svona fór. „Nei, góði minn. Nú fer ég til af- greiðslumannsins og segi honum frá þessum óförum þínum. Ég er viss um að hann á önnur blöð handa þér.“ Svo fór hún til afgreiðslunnar og skýrði frá hvað fyrir hafði komið. Hún fékk þar blöðin og fór með þau til kaupendanna. Hann þakkaði mömmu sinni innilega fyrir, þegar hún kom heim. Það fyrntist fljótt yfir þetta óhapp og skrámurnar greru. í janúar gat Ari keypt skíðin. Þá var mikill gleðidagur á heimilinu. Nú gat hann verið úti á skíðum með félögum sínum. Næstu daga var hann alltaf á skíðum á kvöldin. Helgi vinur hans var oftasl með honum. Auðvitað gekk þetta ekki vel fyrst. Hann fékk margar byltur, en eigi að síður þótti honum þetta skemmtilegur tími. Það var unun að renna sér í hvítri mjöllinni. Ánægjan yfir hreyfingunni læsti sig út í hverja taug. Og Ari tók miklum framförum við þessar æfingar. Svo kom páskaleyfið í skólanum. Helgi vildi fara upp í skíðaskála á mánudaginn í dymbilviku, en það gat Ari ekki vegna útburðar blaðanna. Hann þurfti að bera blöðin út fram á skírdag. Helgi reyndi að fá hann til að losna við blöðin, en það sagðist hann ekki geta. Hann sagðist hvorki vilja bregðast afgreiðslumanninum eða kaupendum blaðsins. Helga þótti slæmt, að Ari gat ekki komið með honum. En við það sat. Fór Helgi svo upp í skíðaskálann til dvalar þar þessa daga og til skíðaiðkana. Ari sat heima og bar út blöðin. En oft varð honum' litið upp í fjallið, þar sem hann vissi að jafnaldrar hans voru á skíðum. En hann huggaði sig við það, að útburður blaðanna hefði þó gefið honum tækifæri að eignast skíðin, og svo ætlaði hann að vera uppi í skíða- skála frá skírdegi til laugardags. Þá mundi verða gaman. En á páskunum ætlaði hann að vera heima hjá mömniu sinni, svo að hún yrði ekki ein heima á hátíðinni. Þá ætlaði hann með henni í kirkju. Og svo rann skírdagur upp. Hann flýtti sér að bera út blöðin þennan dag og hljóp milli húsanna. Og það var glaður drengur, sem hljóp heim til mömmu sinnar þennan fagnaðardag. Eftir hádegið fór hann að búa sig í skíðaferðina og mamma hans gekk frá nesti handa honum. Og skömmu síðar stóð bann ferðbúinn með skíðin sín og bakpoka með nestinu. Hann kvaddi mömmu sína og fór fagnahdi móti hin- um hvítu fjöllum. Hann var í léttu skapi og fann, að nú var hann að njóta ávaxtanna af því að hafa lagt á sig aukavinnu og rækt hana vel. E. Sig. 158 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.