Vorið - 01.04.1972, Síða 22

Vorið - 01.04.1972, Síða 22
virðist á því, hvers vegna fjórir okkar björguðust á þann hátt. Flugfreyja kom til okkar — og bílarnir birtust skammt frá. Einhver kom okkur Denis Violet í einn þeirra og ekið var í skyndi til aðalbyggingar flugstöðvarinnar. Frá flugvellinum var okkur ekið á sjúkrahús, Iíarry Gregg, Billv Foulkes og ég virtumst ómeiddir, og við hringdum því í enska sendiráðið og gáfum upp lieim- ilisföng okkar. Við báðum þá í sendiráð- inu að koma fréttum til fjölskyldna okkar, að við værum heilir á húfi. Við vissum, að ættingjar okkar mvndu frétta um slysið í útvarpi og vildum létta áhyggjum af þeim. Sendiráðsfólk kom á sjúkrahúsið og skeytin fóru að berast frá Manchester. Burðarmenn komu með fleiri úr flugvél- inni. Meiðsli mín voru óveruleg — nokkrar skrámur á höfði og höndum og minnis- leysi. Blóðið virtist hafa horfið úr líkama mínum og ísslydda komið í staðinn. Þetta skrifar Bobby Charlton í bók sína. Hann var þá tvítugur a'ð aldri og var orcfinn fastur leikmaður í liði Manchester United — en hann byrjaði að leilca með aðalliðinu 1956 eða fyrir 16 árum og hcf- ur nú leilcið um 600 leiki í dcildakeppn- inni ensku, auk fjölda bikarleikja. Hann lélc sinn fyrsta landsleik fyrir England sama ár og Munchen - flugslysið varð og gerir sér enn vonir um að vinna þar sceti aftur, þó svo hann hafi ekki leikið lands- leik síðan t heimsmeistarakeppninni t Mext- kó 1970. Þó hann sé nú að verða 35 ára — fœddur t október 1937 — er hann enn tágrannur og sannur íþróttamaður — leik- maður, sem aldrei hefur verið vtsað af leik velli á sinum langa leikferli eða hlotið á- minningu dómara. Prúðmenni, sem aldrei lœtur skapið hlaupa með sig t gönur, á hverju sem gengur. DTRIN ERTJ VITUR: í síðasta tölublaði Vorsins lásuð þið um tilraunir noklturra bandarískra sál- fræðinga með apa, og hvernig þeir brugð- ust við ýmsum vandamálum. Nú vendum við okkar kvæði í kross og snúum okkur að köttunum. Öll þekkið þið áreiðanlega ketti, og liver veit nema ykkur detti í hug að gera einhverjar tilraunir með heim- ilisköttinn, og áreiðanlega kemur það ykk- ur á óvart livernig hann bregst við ýms- um hlutum. Dag nokkurn liafði einn sálfræðinganna spurnir af sérstaklega athyglisverðum ketti, sem kallaður var Willy. Á hverju mánudagskvöldi þegar klukkuna vantaði nákvæmlega fimmtán mínútur í átta gerði Willy undraverðan hlut. Sálfræðingurinn vildi ekki trúa þessu, fyrr en hann hafð' fylgzt með kettinum nokkur mánudags- kvöld, og komizt að raun um að þetta var satt. Og hér kemur svo frásögn sálfræð- ingsins af þessum athugunum sínum: Willy virtist vera óslcöp venjulegur köttur, og hagaði sér alla vikuna sam- kvæmt því. Á hverju kvöldi, þegar hann hafði matazt, var það vani hans, að h'ggJ' ast í kassann sinn, sem var frammi í and- dyri, og hvíla sig. En’ á mánudagskvöld- um klukkan fimmtán mínútur í átta, ems og áður er sagt, reis hann upp og yBr- gaf þennan eftirlætisstað sinn. Hann gekk mjög ákveðið út á gangstéttina, og vissi auðsjáanlega nákvæmlega hvert hann æti- aði. Þegar hann kom að krossgötum, nam hann staðar ef rautt ljós var, og beið eft- ir því græna. 22 VoRlp

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.