Vorið - 01.04.1972, Side 30
hrakið af réttri leið. Þeir voru staddir við suð-
vesturströndina, ekki alllangt frá þeim stað, er
upphaflega hafði verið ákveðinn til landtöku.
Nœsta verkefni var að komast að raun um,
hvaða skemmdir hefðu orðið á vél skipsins. Pyrst
varð að finna bilunina, og kafari var sendur
niður. Hann uppgötvaði brátt skemmdirnar. Eitt
skrúfublaðið var þverbrotið, en auk þess fann
hann nokkrar aðrar minni skemmdir.
Iivað átti nú að gera?
Að vísu var allmikið af áhölduin til, en
skemmdirnar voru svo miklar, að óhugsandi var,
að hœgt væri að gera við þær hér. Glenvan lagði
því til, að reynt yrði að sigla fram með strönd-
inni til Melbourne, en þar var skipaviðgerðar-
stöð. Þetta var eina bjargráðið, oins og komið
var.
Nóttin var að færast yfir láð og lög. Allir
voru hvíldar þurfi, einkum þó skipstjórinn, som
orðinn var örþreyttur. Þess vegna gengu allir til
náða, bæði farþegar og skipverjar, en þó ekki
fyrr en greifinn hafði flutt guði þakkir fyrir
dásamlega liandleiðslu á stund liættunnar.
Daginn eftir lægði storminn svo, að liægt var
að halda ferðinni áfram. Aðeins léttur andvari
stóð í seglin og spáði góðu um ferðalagið þenn-
an komandi dag. „Duncan' miðaði vel áfram,
þótt honum af skiljanlegum ástæðum skilaði ekki
eins vel og venjulega, og loks náði hann liinum
lengi þráða stað, — 37. breiddargráðunni. Hér
var sæbratt og mikið af skerjum fyrir strönd-
inni, einkum voru það kóralrif, hættuleg skipum,
sem um sundin fóru.
Skipsbátnum var rennt niður, og farþegarnir
stigu í hann. Að lítilli stundu liðinni stóðu þeir
á ástralskri grund. Róbert og María kenndu mik-
illar eftirvæntingar, þegar þau stigu á það land,
sem faðir þeirra gisti nú. En ef hann var ekki
hér, þá var öllum vonum þeirra kollvarpað. Þá
var ekkert annað að gera en snúa við aftur til
Evrópu.
Þegar komið var á land, liófust samstundis
athuganir og eftirgrennslanir. Liðið dreifði sér,
og leitað var meðfram ströndinni nokkrar klukku-
stundir, en sú leit bar engan árangur. Hvergi
varð nokkurs vart, sem bent gæti til, að skip
hefði strandað á þessum slóðum.
Um hádegi hittust allir aftur, og voru þ,í
margir vonsviknir. Prófessorinn huggaði börnin
með venjulegri gamansemi: „Yerið liugrökk,"
mælti hann. „Það er varla við því að búast, að
Oldurnar gengu yfir skipiS
við komumst á slóðina í fyrstu lotu. Nú höldum
við inn í landið, leitum og spyrjumst fyrir. Hvet
veit nema við verðum einlivers vísari á bak viö
þessar hæðir.1 ‘
Nú var snæddur óbrotinn morgunverður, sem
ferðamennirnir liöfðu liaft með sér frá skipin'b
og eftir einnar klukkustundar hvíld var lagt "i
stað upp allbratta hæð, en talið var, að þaðan
mundi vora gott útsýni.
Róbert varð auðvitað fyrstur til að koiuasi
alla leið upp á hæðina. Þaðan veifaði liann húf-
unni til félga sinna, til sárrar gremju fyrir prö'
fessoripn, sem liafði vænzt þess, að hann nieð
hjálp sinna löngu 40 ára leggja yrði fyrsti mað-
ur upp á hæðina. Hann hélt, að liann gæti boðiö
út 12 ára strákhnokka í þeim efnum.
Útsýnið var ekkert sérlega tilkomumikið. Flatt;
gróöurlaust land blasti við auganu, er minnti •'
auðnir Skotlamls eða heiðalönd Bretagne, cfti'
því, hvort Glenvan eða Paganel gerði samanbui'Ö
V0RÚ3
30