Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1999, Side 4

Bjarmi - 01.12.1999, Side 4
jólum minnumst við þess að Guð vitjaði mannanna, kom inn í neyð þeirra. Hann hefur sent kirkju sína út með fagnaðarerind- ið. Hann hefur líka minnt okkur á sína minnstu bræður, gestkomandi, klæð- lausa, sjúka og fanga. Á næstu síðum eru þrjú viðtöl sem er ætlað að gefa nokkra innsýn í kristilegt starf meðal fanga. Hafa heimsótt fangelsin í 17 ár Tíðindamaður Bjarma bankaði upp á hjá hjónunum Láru Vigfúsdóttur og Jó- hanni F. Guðmundssyni eitt síðdegi í nóvember. Tilgangurinn var að fræðast um starf þeirra meðal fanga. Móttök- urnar voru einkar hlýlegar og áður en tíðindamaður kvaddi hafði hann þegið kaffi og glóðvolgar pönnukökur, hlýtt á söng húsmóðurinnar og notið frásagn- argleði húsbóndans. Það eru komin 17 ár síðan við fórum að heimsækja fangelsin. Við byrjuðum árið 1982. Áður höfðum við farið á sjúkrahús á Þorláksmessu og sömu- leiðis dreift smáritum niðri í bæ. Einnig höfðum við heimsótt fangelsi með Ingunni Gísladóttur og Helga Hró- bjartssyni. Lára Vigfúsdóttir og Jóhann F. Guðmundsson. Var eitthvað sérstakt sem kom ykkur af stað? Já, við lítum á það sem köllun, svarar Jóhann. Þannig var að ég var á gangi á götu og bað til Guðs að hann sýndi mér hvemig ég gæti þjónað honum. Þá hitti ég konu úr Hjálpræðishemum sem sagði mér að það vantaði Biblíur á Litla- Hraun. Ég fór upp í Biblíufélag, fékk Biblíurnar þar og fór með þær á Litla- Hraun. Síðan höfum við farið reglulega í fangelsin. Við höfum reynt að fara mán- aðarlega á Litla-Hraun og vikulega á Kópavogsbraut og Skólavörðustíg, ef frá er skilinn tveggja mánaða timi á sumrin. Þegar við fórum af stað vissum við ekki um sams konar starf annars stað- ar. Síðar kynntumst við alþjóðasamtök- unum Prison Fellowship International. Það kom í ljós að þau störfuðu á sama hátt og við. Við gengum nýlega í þessi samtök og stofnuðum formlega félag hér til að það gæti orðið. Þó að við hjónin höfum að mestu farið tvö í fangelsin, þá eigum við okkur fyrirbiðjendur sem standa með okkur í starfinu. Við höfum farið að minnsta kosti 150 sinnum á Litla-Hraun og sömuleiðis höfum við farið í önnur fangelsi, á Kópavogsbraut, Skólavörðustíg, Kvía-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.