Bjarmi - 01.12.1999, Page 14
Hróp hinum megin
af hnettinum
Afstarfi Hillsong Music í Ástralíu
að er vel við hæfi að það eru
engir skýjakljúfar í Hills
hverfinu í Sidney í Ástralíu.
Hópurinn sem stendur á bak
við Hillsong Music hefur of
mikið að gera til að vera upptekinn af
þeirri velgengni og frægð sem fersk lof-
gjörðartónlist þeirra nýtur.
Það er árla morguns einn sólríkan
sunnudag í þessarri áströlsku borg sem
mun halda Ólympiuleikana árið 2000.
Þúsundir Ástrala streyma til kirkju.
Þessi kirkja sem um ræðir heitir Hills
Christian Life Centre (HCLC) og er
Hvítasunnukirkja (Assemblies of God).
Hillsongs Music er hluti af þessari
kirkju. Þeir sem mæta snemma fá sér
sæti í salnum í þessarri nýlegu byggingu
sem er óðum að fyllast.
Þeir sem mæta mjög snemma geta
fylgst með þegar tónlistarhópurinn æfir
sig fyrir fyrstu samkomuna sem er kl.
8:30 f.h., - en hún er fyrst fimm sam-
koma. Framarlega í hópnum er 33 ára
leiðtogi hópsins og „lofgjörðarleiðtogi",
Darlene Zschech (frb. „tsékk'j. Hún er
nú þegar orðin alþjóðlegt andlit Hill-
songs. Sítt, ljóst hárið gerir það að
verkum að hún þekkist auðveldlega,
hvort sem er á sviði eða framan á
geisladiski. í apríl á þessu ári fékk hún
alþjóðleg verðlaun frá samtökum útgef-
enda kristilegrar tónlistar í Bandaríkj-
um á hátíð sem haldin var í Nashville,
Tennessee.
Þó svo að frægðin umkringi hana,
forðast Darlene Zschech sviðsljósið sem
fylgir henni. Hún vill frekar halda áfram
að gera það sem hún kann best - eitt-
hvað þægilegra - sem í hennar augum
er að lofa Guð. Það sem er mest að-
kallandi þennan morgun er að gera sig
klára fyrir samkomuna kl. 8:30.
Byggingin er að fyllast af fólki og sam-
koman er um það bil að hefjast. Lof-
gjörðin byijar og þegar fyrsta söngnum
lýkur beinist athyglin til himins.
Zschech stígur eitt eða tvö skref aftur á
bak. Það virðist vera ósjálfrátt. Þessi
hreyfing virðist ekki vera æfð, aðeins
nokkur skref aftur fýrir röð söngvaranna
sem standa fyrir miðju sviðinu. Tónlistar-
fólkið byrjar að spila næsta lag og Zscech
lyftir hljóðnemanum upp að munni sín-
um og segir blíðlega: „Þetta snýst ekki um
tónlistina, Drottinn. Þetta snýst um þig.“
Þama sagði Zscech sögu Hillsong með
eigin orðum.
Þetta snýst ekki um tónlistina. Þetta
snýst um Drottin.
Að hrópa til Drottins
Darlene Zschech hefur vakið sérstaka at-
hygli í sumar eftir að geisladiskurinn
„Shout to the Lord 2000“ með ástralskri
lofgjörðartónlist barst Bandaríkjamönnum
til eyma. Tveir söngvarar til viðbótar koma
fram með Hillsongs hópnum, söngvarar
sem em betur þekktir í Bandaríkjunum:
Ron Kenoly og Alvin Slaughter. Diskurinn
var tekinn upp við Homebush flóann í Sid-
ney árið 1998 í húsnæði þar sem hluti
Ólympíuleikanna árið 2000 fer fram.
Það kynni að vera freistandi fyrir
Zschech og Hillsongs að nota velgengni
nýja disksins sem stökkbretti til að byggja
upp útgáfuveldi fyrir meiri lofgjörðartón-
list. Sölutölur þessa nýja disks hafa þegar
rokið upp úr öllu valdi í kristilegum plötu-
búðum í Ástralíu og feta þannig í fótspor
velgengni hans í Bandaríkjunum þar sem
hann er að verða gulldiskur.
Titillagið á fyrsta diskinum var út-
nefnt sem besta lag ársins 1998 á kristi-
legri tónlistarhátið í Bandaríkjunum
(Dove). Diskurinn var útnefndur besti
diskurinn 1997.
En það er ekki á dagskránni hjá
Zschech að byggja upp eitthvert veldi. Það
er heldur ekki takmark hjá HCLC kirkj-
unni að vinna heiminn fyrír Hillsongs.
„Okkar takmark er ekki að upphugsa
stöðugt eitthvað stærra og betra," segir
Zschech. „Ég hef ekki áhuga á einhveij-
um sölubrellum."
Ameríkanar koma ekki til með að sjá
nýtt útgáfufyrirtæki frá Hillsongs Music
í Ástralíu sem hefur það að takmarki að
sigra heiminn, þrátt fyrir að þeir eru