Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1999, Side 36

Bjarmi - 01.12.1999, Side 36
Jesús sagði: „Sá sem hefur séð mig, hefur séð föður- inn." Það er erfitt að grípa hvað boðskapur jólanna er stórfenglegur. Hann sem kemur er sá sem sýnir okkur þann sem stendur að baki tilveru okkar allri. Hann sem kemur sýnir dýpstu merk- ingu alls. Það er hann sem birtir stærsta sannleikann. Hann sýnir okkur Guð. Er til nokkuð sem er stærra? Guð sjálfur kemur til okkar. Hann kemur með kærleikann til okkar. Kær- leikann sem aldrei fellur úr gildi. Kær- leikann sem virðist ekki eiga nein tak- mörk. Þessi kærleikur virðist engan endi hafa. Hann spyr ekki um verðleika, ekki um gæði, ekki um peninga, ekki um stöður eða titla. Hann spyr ekki um gáfur eða takmarkalausa trú, heldur ekki um fórnir. í fyrra Jóhannesarbréfl stendur: „í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging íyrir syndir vorar" (I. Jóh. 4:9-10). Á sama hátt og erfitt er að grípa hvað boðskapur jólanna er stórkostleg- ur, er erfitt að skilja þennan takmarka- lausa kærleika Krists. Páll postuli skrifar í Kólossubréfinu: „Því að í hon- um þóknaðist Guði að láta fyllingu sína búa og láta hann koma öllu í sátt við sig, öllu bæði á jörðu og á himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi" (Kól. 1: 19-20). Sam- tímis sem hann kemur til að sannfæra hvern einstakling um syndina og dóm- inn, þá kemur hann með kærleiksboð- skapinn um réttlætingu af trú og fýrirgefningu syndanna. Guð vill sætta manninn við sig, reisa hann upp, gefa nýja von. Þetta kærleiksboð kemur til þín sem lest þessar línur. Þér er boðið til sannrar jólahátíðar í fýlgd með höf- undi jólanna. Hann virðist ekki hafa mikið af prjáli og glysi en hann hefur því meira af sönnum gæðum lífsins. Hann býður sannleikann, kærleikann, sem áður hefur verið lýst, frið sem eng- inn annar hefur og réttlæti sem stend- ur undir nafni. Jólin boða von, trú á þann Guð sem Kristur boðar okkur og ekkert annað. Það eru hugmyndir, lífemi, orð og verk Krists sem jólin boða. Það er kærleikur HANS sem er boðaður. Heiðraði lesandi. Hver er staða þín gagnvart Kristi? Hver er afstaða þín til boðskapar jólanna? Hefur þú leyft boðskapnum að snerta

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.