Heima er bezt - 01.04.1954, Síða 12
108
Nr. 4
þar aftur Stefáni smið Jónssyni,
prests frá Goðdölum, og eignuð-
ust þau 2 börn, sem dóu í æsku.
Vorið 1852 fluttu þau hjón að
Grímstungu. Á því ári dó Stefán,
en hún hélt þar áfram búskap
með börnum sínum til 1867, að
hún giftist í þriðja sinn Jóni
ríka á Haukagili Skúlasyni, stú-
dents frá Stóruborg. Jón var tal-
inn mestur auðmaður í Húna-
vatnssýslu á þeim tíma; átti
hann margar jarðir þar í sýslu
og jafnvel norður í Skagafirði.
Hann var sæmdarmaður og vel
látinn. Aldrei var hann talinn
eftirgangssamur við landseta
sína, þó að hann væri auðsæll,
heldur hinn mildasti. Tp marks
um það sagði mér maður, sem
hjá honum var á Haukagili, að
stundum hefði komið fyrir, að
landsskuldargemlingarnir hefðu
verið svo magrir, að séð hefði á
mætti þeirra. Jón hefði ekki
fengist um það, en sagt: „Þeir
lifa, kallinn minn (það var orð-
tak hans), ef þeir komast suður
í gilið,“ og honum varð oftast
að því. Lítið mun hann hafa lát-
ið gera af jarðarbótum og húsa-
bótum, sem ekki var heldur títt
á þeim tímum.
Hann fluttist að Grímstungu
þegar hann giftist Guðrúnu, en
notaði með hálft Haukagil og
Gilhaga; voru landkostir þar
enn betri en í Grímstungu. Var
bú þeirra Guðrúnar svo stórt, að
kunnugir menn hafa sagt mér,
að þau hafi átt 250 til 300 sauði,
og þegar landskuldargemling-
arnir voru komnir heim að
Grímstungu á vorin, hafi féð oft
verið um 700 alls.
Ekki naut Guðrún lengi sam-
vista þriðja manns síns; hann
dó 1873.
Búskap sínum í Grímstungu
hélt hún þó áfram með Þorsteini
syni sínum til 1878, þá fluttu
þau að Haukagili. Þá jörð fékk
Guðrún í makaskiptum fyrir
Auðólfsstaði og Öxl hjá Jóni,
stjúpsyni sínum. Þar bjó hún til
1882, að hún fluttist að Tjörn
til dóttur sinnar og tengdasonar
og dó hjá þeim 4. nóv. 1885 eftir
umsvifamikið og dáðríkt ævi-
starf.
Auk sinna eigin barna hafði
Guðrún alið upp 2 systkinadæt-
ur sínar, Guðrúnu Þorsteins-
dóttur, er síðar bjó á Haukagili,
Heima er bezt
og Þorbjörgu Kristmundsdóttur
á Sveinsstöðum, og ennfremur
Ingibjörgu Pálsdóttur, Snæ-
bjarnarsonar, nú í Ameríku, og
Helgu Björnsdóttur, sem lifir
ekkja í Reykjavík. Allar þessar
hérlendu fósturdætur Guðrúnar
þóttu bera af öðrum konum, er
þær fóru að stjórna búum fyrir
sig; fóru þar saman dugnaður
og reglusemi.
Hver sem lítur yfir ævistarf
þessarar konu, hlýtur að finna,
að hún hefur leyst af hendi
meira en meðalmanns verk. Hún
eignast sjálf 12 börn, elur upp 4
fósturbörn með hinni mestu
prýði eins og sín börn. Hún
stjórnar stóru búi -— síðari ár-
in -— afarstóru. Verður fyrri
hluta ævinnar að bæta á sig ut-
anbæjarstjórninni eftir missi
manna sinna, og allt fer afburða
vel úr hendi, svo vel, að efni
hennar fara alltaf vaxandi. Hún
kennir hjúum sínum og börnum
iðjusemi og siðprýði. í stuttu
máli: Heimili hennar verður —
líka fyrir þrifnað og fegurð -—
fyrirmyndar skóli, einkum fyrir
húsfreyjuefni. — Og þrekið. Hún
verður fyrir þungum raunum,
missir börn sín og mennina sína,
en hmmgetur haldið jafnvægi
sálarinnar, missir aldrei kjark-
inn og aldrei glaðlyndið. Hún
var víst hraustbyggð, en hún var
líka trúkona, og það mun á
raunastundunum hafa orðið
henni bezti styrkurinn. Hið góða
uppeldi hennar sjálfrar hefur
verið undirstaðan.
Eins og áður er sagt tókst
henni að móta svo börn sín,
fósturbörn og jafnvel hjú, að
þau báru þess menjar alla ævi.
Góðgerðasemi hennar kom
ekki einungis fram við fóstur-
börnin, heldur við fjölda fá-
tæklinga. Meðan hún var í
Grímstungu var Grímstungif-
heiði fjölfarinn vegur, og ferða-
mennirnir rómuðu mjög gest-
risni hennar og myndarskap á
öllu, sem fram var reitt.
Þótt þessi mikilhæfa kona
væri ekki jafnframt að brjótast
í að láta gera jarðabætur og
húsabætur •— til þess var verka-
hringur hennar of stór og þekk-
ing hennar of lítil —, má hik-
laust telja hana meðal þeirra
búenda í Vatnsdal, sem bezt
hafa staðið i stöðu sinni.
IV. Þorsteinn Eggertsson.
Þorsteinn Eggertsson og Guð-
rúnar, er síðast hefur verið sagt
frá, er fæddur á Þóreyjargnúpi.
Snemma bar á þvi, að hann líkt-
ist móður sinni. Hann var fríð-
ur sýnum og þreklegur á velli,
verkmaður góður, smiður og
hagsýnn við öll störf, fjörmaður
og glaðvær, drenglyndur og vin-
sæll. Hann var víðsýnn og á-
hugasamari um ýmis framfara-
mál en þá var títt. Hefur það
sjálfsagt meðfram stafað af því,
að hann var bókhneigður og las
mikið, og þótt hann væri ekki til
mennta settur, varð hann allvel
sjálfmenntaður af lestri góðra
bóka. Hann mun hafa verið að-
alfrumkvöðullinn að stofnun
lestrarfélags í Áshreppi, sem
gerði mikið gagn á meðan það
stóð. Þegar verzlunarfélagið við
Húnaflóa var stofnað 1869, tók
hann strax þátt í því með lífi
og sál, og varð einn af fuiltrúum
þess. Hélt hann því starfi til
enda. Sjálfur lagði hann 7 hluti
í félagið. Ingibjörg systir hans 2
hluti og móðir þeirra 20 hluti.
Hver hlutur var 50 krónur. Var
þetta langmesta hlutatalan á
öllu félagssvæðinu frá einu
bændaheimili. Á Stóruborgar-
fundinum hinum mikla í febrú-
ar 1875, þegar verzlunarfélaginu
var skipt i tvo hluta, var hann
einn af þremur fulltrúum fyrir
Áshrepp. Hinir voru Benedikt G.
Blöndal og, sá' er þetta ritar. Er
mér minnisstæður áhugi hans þá
á heill félagsins og framtíð
þess.
Vorið 1875 var stofnað til
hlutaveltu á sumardaginn fyrsta
að Ási í Vatnsdal til þess að
safna fé í kvennamenntunarsjóð
Undirfells- og Grímstungusókna.
Átti hann mikilsverðan þátt í
þessari sjóðstofnun og gerðist
féhirðir sjóðsins meðan hann
lifði. Sýndi hann við það eins og
önnur opinber störf ósérplægni,
áhuga og reglusemi.
Þegar ég kom í Vatnsdal 1873
heyrði ég um það talað svo sem
einhvern undarlegan hlut, að
þessi fríði og velgefni maður
væri seinn til að staðfesta ráð
sitt. Mátti segja um hann líkt
og segir í Vatnsdælu um Ingólf,
sonarson Ingimundar gamla:
„Allar vildu meyjar
með Ingólfi ganga.“