Heima er bezt - 01.04.1954, Page 16
112
Heima er bezt
Nr. 4
Nr. 4
Heima er bezt
113
Selstúlka úr Harðangri.
„Fyrsti verkfræðingurinn“.
Geitin er vafalaust elzta hús-
dýrið í Noregi, að minnsta kosti
eru við hana tengdar eldfornar
sagnir úr þjóðarsögu og heið-
inni goðafræði. Þór beitti höfr-
um fyrir vagn sinn, þegar hann
ók „hávan of hifin“ með þrumu-
hamar sinn og eldingafleyg. í
Danmörku fékk geitin snemma
nafnið „kýr fátæklingsins“, en
í Noregi hefir hún á seinni ára-
tugum verið kölluð „fyrsti verk-
fræðingurinn“. Nafnið er runn-
ið frá hinum mörgu geitastíg-
um um fjallshlíðarnar, og það
eru víða fyrstu vegir fólksins
á þessum slóðum. Þannig lagði
geitin fyrstu vegina, og mað-
urinn gat fetað sig troðninga
hennar. Hún gerði mönnum
fært um fjöll og klungur, sem
áður var þeim ófært.
Um síðustu aldamót voru
geitur í Noregi taldar yfir þrjú
hundruð þúsund. Uppland, Sogn
og Fjarðafylki hafa jafnan ver-
ið mestu geitahéruðin. Þar .eru
bezt skilyrði frá náttúrunnar
hendi til geitaræktar, víðáttu-
miklir fjallskógar og lágvaxinn.
kjarnagróður í hábrúnum. Nú
eru ekki taldar fleiri en um
hundrað þúsund geitur í Noregi.
Geitarækt þykir ekki lengur
borga sig sem fyrr, þótt verð á
geitaosti sé enn hátt, og þar að
auki þykir geitin töluverður vá-
gestur í ungskógi og illræmd
á ökrum, enda halda girðingar
henni illa.
Seljum fækkar
Það leggst æ meir af að hafa
í seli og þar með er beztu skil-
yrðum til geitaræktar kippt
brott. í stað þess stunda bænd-
ur æ meir beitirækt fyrir kýr
smar og sauðfé, en á þeim
vettvangi á geitin ekki heima. Þj
bar svo við á hernámsárun-
um í Noregi, að geitum fjölg-
aði víða allverulega. Þá fór
geitastofninn í Sogni á fáum
árum upp í 30 þúsund.
Fru Uarðangri.
Dálítill stofn villigeita
er í Sogni í Noregi
Geiturnar eru í þann veginn að deyja út sem húsdýr hér á landi,
og sömu sögu er að segja i ýmsum þeim norrœnum löndum, þar sem
c geitarœkt hefur verið ríkur þáttur í öúskapnum öldum saman, svo
sem i Noregi. í þessari grein segir eftir frásögn norsks blaðamanns,
Edwards Welle-Strand, dálítið frá norsku geitunum, sem nú fœkkar
óðum, og einnig frá hinum sérkennilega villigeitastofni í Sogni.
150 geitur á bæ.
Á bæ einum í Arnarfirði, þar
sem geitarækt hefur verið
stunduð í stórum stíl öldum
saman, hafði bóndinn á stríðs-
árunum 150 geitur og hafði af
þeim góðar tekjur, því að fólk
úr næstu kaupstöðum kom hóp-
um saman upp í sveit til að
kaupa geitaost á svörtum mark-
aði. Þá var fæðuskortur í landi,
og reglur um hámarksverð á
ostinum voru hvorki virtar af
kaupanda eða seljanda, og varð
verð geitaostsins á þessum
svarta markaði 40—50 íslenzk-
ar krónur kg.
En í fyrra slátraði bóndi þessi
öllum sínum 150 geitum, því að
þetta borgaði sig ekki lengur.
Hann gat ekki lengur sent
dætur sínar í selið á sumrin, því
að þær voru farnar að heiman í
borgarglauminn, og ógerlegt var
að fá nokkra selstúlku, sem
kunni að búa til geitaost. Og
þannig hefur þetta farið fyrir
mörgum bændum í Sogni síðustu
árin. En á efstu fjallajörðunum (
er geitaræktin þó enn býsna
mikil, og það verður á þessum
fjallajörðum í Vesturlandi,
Þrændalögum og Norður-Noregi,
sem geitastofninn verður lífseig-
astur.
Leikfélagar barnanna,
Og margur bóndinn horfir á
eftir síðustu geitinni sinni undir
hnífinn með sárum söknuði.
Geitin er bæði fagurt og viturt
dýr, sem ætíð setur svip á bæ-
inn, og hún á ætíð nokkra sam-
úð fólksins, þótt hún sé óvægin
við ungskóginn, akrana, mat-
jurtagarðanna og aldingarðinn.
Kiðlingarnir eru allra ungviða
fjörugastir og verða góðir leik-
félagar barnanna á bænum, og
þeir vekja börnum oft fyrsta
skilning á dýrum og ást á þeim.
Kiðlingar að leik á grænu túni
er sjón, sem kætir augað.
Gömlu hafrarnir með síða og
hvíta spámannsskeggið voru
prýði á hverjum fjallabæ, og
þeir voru tignarlegir, þegar þeir
höfðu staðnæmzt á klettasyllu
eða húsmæni til þess að láta á
sér bera.
Hafrarnir tuggðu tóbak.
Og fengju hafrarnir tóbaks-
tuggu urðu þeir svo kátir, að
þeir dönsuðu á afturfótunum og
kjömsuðu og veltu vöngum svo
skringilega, að fólk veltist um af
hlátri. í Sogni var það siður
geitabænda að gefa höfrum sín-
um munntóbak (skraa) um
fengitímann til þess að þeir yrðu
sem allra duglegastir við þá
skyldu sína að viðhalda geita-
stofninum. Kannske var það að-
eins hjátrú eða þjóðtrú, að tó-
bakið hefði slík áhrif á hafrana,
en hún var býsna algeng.
Villigeitur í Noregi.
En er það satt, að til séu villi-
geitur í Noregi? Já, ekki er þvi
að leyna, og það kemur líklega
mörgum á óvart. í Arnarfirði í
Sogni er villigeitastofn. Fyrir
allmörgum árum týndu bændur
í firðinum nokkrum ungum geit-
um, og þeim kom ekki annað
til hugar en refurinn hefði ver-
ið þar að verki og valdur að
hvarfinu. Það var ekki um ann-
að að ræða en láta sér það lynda,
og geitaleitin varð ekki ýtarleg.
En rebbi var saklaus af þessu
geitahvarfi. Geiturnar höfðu
leitað inn í illgengt fjalllendi,
og þangað hafði engum hug-
kvæmzt að leita þeirra, því að
þangað voru geitur ekki vanar
að fara.
Geiturnar spjöruðu sig vel.
Veturinn er venjulega mildur
í Vesturlandinu, og geiturnar
gengu vel af. Árin liðu og geit-
unum fjölgaði. Að nokkrum tíma
liðnum var kominn þarna á fót
villigeitastofn, sem forðaðist
þau landsvæði, sem menn fóru
um. Enginn vissi lengi vel um
þennan villigeitastofn, ekki einu
sinni bændurnir í Arnarfirði.
Þeir bannsungu enn refinn fyrir
geitahvarfið.
Leituðu ofan í fjöru.
En svo kom harður vetur, og
jarðbönn urðu hið efra. Þá urðu
villigeiturnar að leita ofan í
fjöru til þess að seðja hungrið á
sölvum og þara. Nístingskalt
vetrarkvöld reri gamall maður
á báti sinum inn eftir Arnarfirði.
Allt í einu sá hann nokkrar
geitur á rjátli í fjörunni undir
háum og illgengum hömrum, og
átti þess sízt von, að þar væri
nokkur lifandi skepna. Hann
Villigeitur.
ájeit þó, að þetta væru tamdar
geitur, sem týnzt hefðu frá ein-
hverjum bænum í byggðinni og
klöngrazt þetta út með firðinum.
Hann hélt því uppi spurnum
um það á hverjum bæ, hvort
nokkur hefði misst út geiturnar
sínar, en svo var ekki, og þar með
var tilvera villigeitanna afhjúp-
uð.
Margar geitur skotnar.
Bændurnir höfðu illan bifur á
þessum villigeitum, og menn
voru sendir til höfuðs þeim.
Þegar þær leituðu niður í fjör-
una í harðindunum, sat skot-
maðurinn fyrir þeim, og þennan
Framh. á bls. 121.
Frá brúðkaupi í Harðangri.