Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1955, Blaðsíða 2
162 Heima er bezt Nr. 6 Þ jóðlegt h e i m i I i s r i t (w IIEIMA ER BEZT . Ileimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- lera . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri . Heimilisfanr blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f. Ábyrrðarmaður: Albert J. Finnbocrason . Ritstjóri: Jón Björnsson . Efnisyfirlit Bls. 163 Gönguför fyrir 42 árum, eftir Sigurð Egilsson. — 167 Ljóðabréf, eftir Svbj. Benteinsson. — 169 Jörgen Bukdahl og ísland. — 171 Hafraklettur, eftir Bergsvein Skúlason. — 173 Ástríður Þórarin dóttir, eftir Þórarin Hclgason. — 175 Rödd, cftir Jóhann Bjarnason. — 176 Hjörleifur Benediktsson og naglaskipið, eftir Bjarna Sigurðsson. — 178 Og hún laðaöi gresti. — Danski myndhöggrvarinn Bjerg. — 185 Æfintýrið um H. C. Andersen, eftir K. M. Bitsch. Myndasagan, Óli segir sjálfur frá, o. fl. •IIMMIIIIMMtMIIMItlttltllMMIIIMtlllMlltllimmimiMlllllllllllttllMIIIIIIHItlMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Forsíðumyndin FRÁ KRÍSUVÍK Krísuvík er einn af kunnustu stöðum á landinu fyrir brennisteinsnámur þær, sem þar eru. Auk þess var löngum stórbýli í Krísuvík, enda voru þar landkostir góðir fyrir sauðfjárbúskap, því að haga- ganga var þar góð, enda þótt hún væri erfið og bú- skapurinn fólksfrekur, en slíkt kom ekki að sök í gamla daga, þegar vinnulafl var nóg. Margir kann- ast við Árna Gíslason sýslumann á Kirkjubæjar- klaustri. Hann flutti með allt sitt til Krísuvíkur kringum 1880. Árni var bróðir séra Skúla Gísla- sonar í Odda og mikilhæfur maður á marga lund. Hann var gott og vinsælt yfirvald, en þó meiri bóndi. Við flutninginn til Krísuvíkur varð hann fyrir margvíslegum óhöppum, því að fé hans margt strauk eða týndist, enda getur varla ólikari staði en Síðuheiðarnar og hraunin og hrjóstrin á Reykja- nesskaganum. Norður af bænum i Krísuvík eru hinar forn- frægu brennisteinsnámur. Þarna er jarðvegurinn mjög sundursoðinn og móbergið er orðið að alla- vega litum leir. Fjöldi leirhvera er á þessum slóð- um og sumir stórir. Víða eru gufuhverir fyrir utan aðal námusvæðið. siffitumffiffitffiffittfflfflffiffitffiffiffinffiffiffiffiffiffit;;; tt S ó k n Kappi drifin kynslóð ný klungur yfir vandans gengur hrifinhuguð í háuklifum andans. Giftu þykir okkur á eigi mikið skorta bregðist kvikul krappaspá kvíðans blikusorta. Fylking þreytir flóttatreg fram til streituleiða orkuleit um áraveg alda breytiskeiða. Sveinbjörn Benteinsson. •»*«MI»*»»II**I«I*< •••••»»»**•♦♦»*i»*»**»*< •«**«»***»**«*«***M*M»I»M******»**«»»*»4 • «»MM*MM**M»M«»M*M»M**«4M •« •««••« Sú var tíðin, að brennisteinsnámurnar hér á landi voru nýttar að talsverðum mun. En mest voru það útlendingar, sem við slíka vinnslu feng- ust. Magnús Stephensen segir frá því í Eftirmælum 18. aldar, að einna fyrst hafi verið farið að taka brennistein í Krísuvík á árunum 1724—1729. Stóðu tveir sérfræðingar, Holzmann og Sachmann, fyrir því, en eftir miðja öldina var þar sett á stofn „brennisteinsverk“. Var brennisteinninn lagður inn í verzlanir óhreinsaður. Árið 1858 keypti enskur maður, Busby að nafni, Krísuvíkurnámurnar, og fengust ýms ensk félög við brennisteinsnám þar um nokkurra ára skeið. En talið er, að brennisteinsnámið hafi aldrei borg- að sig. Krísuvík er nú í ,eigu Hafnarfjarðarbæjar. Mun vera ætlunin að hefja þar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. — Jarðhitinn verður okkur nútíma- mönnum meira virði en brennisteinninn var á fyrri tíð. Vatnsaflið og jarðhitinn í sameiningu munu veita birtu og yl út yfir hinar dreifðu byggðir landsins í æ ríkara mæli. Á þessu sviði stendur ís- land framar mörgum öðrum löndum, þar sem lofts- lag er hlýrra og gróður jarðar gjöfulli. Eldurinn og hitinn í iðrum jarðar gerði ísland frægt langt fram eftir öldum, en á aðra lund en verða mun í framtíðinni. Hjátrú og hindurvitni- sögur spunnust um landið, og margir útlendingar trúðu í fylhtu alvöru á, að jarðhitinn hér á landi stafaöi af því, að héðan væri svo skammt til staða hinna fordæmdu, sem lýst er á svo meistaralegan hátt í skáldskap Dantes. Það er skemmtileg þróun, að þau náttúruöfl, sem lærðir og leikir fyrr á tím- um tengdu við staði fordæmdra, skuli í raun verða aflgjafar ljóss og hita þeirrar þjóðar, sem lengi var lítilsvirt og gleymd úti á hjara hins byggilega heims. Ljúsm.: Jón Jónsson.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.